Er hægt að vita hverjir skrifuðu Biblíuna?
Svar Biblíunnar
Margir halda að það sé ekki hægt að vita hverjir skrifuðu Biblíuna. Oft kemur þó skýrt fram hverjir færðu textann í letur. Sumar bækur Biblíunnar hefjast með orðum eins og: „Frásögn Nehemía,“ „vitrun Jesaja“ og „orð Drottins sem barst Jóel“. – Nehemíabók 1:1; Jesaja 1:1; Jóel 1:1.
Flestir biblíuritarar nefna að þeir hafi skrifað í nafni Drottins Jehóva, hins eina sanna Guðs, og að hann hafi leiðbeint þeim. Spámenn, sem skrifuðu Hebresku ritningarnar, sögðu meira en 300 sinnum: „Svo segir Drottinn.“ (Amos 1:3; Nahúm 1:12; Haggaí 1:2) Sumir þeirra fengu boðskap frá Guði fyrir milligöngu engla. – Sakaría 1:7, 9.
Um 40 menn skrifuðu Biblíuna á 1.600 árum. Sumir skrifuðu fleiri en eina biblíubók. Bækur Biblíunnar eru samtals 66. Þar af eru 39 bækur í Hebresku ritningunum sem oft eru kallaðar Gamla testamentið. Í Grísku ritningunum eru 27 bækur en þær eru oft nefndar Nýja testamentið.