Hoppa beint í efnið

Hver er andkristur?

Hver er andkristur?

Svar Biblíunnar

 Andkristur getur ekki verið einstaklingur eða einhver ákveðinn hópur af því að Biblían segir að það séu „margir andkristar“. (1. Jóhannesarbréf 2:18) Orðið andkristur, sem kemur úr grísku, merkir „á móti eða í staðinn fyrir Krist“ og á við þá sem gera eftirfarandi:

 Biblían segir að þeir sem gera þessa hluti séu andkristar og saman mynda þeir „andkrist“. (2. Jóhannesarbréf 7) Andkristur kom fyrst fram á sjónarsviðið á tímum postulanna og hann hefur verið að allar götur síðan. Biblían sagði þessa framvindu fyrir. – 1. Jóhannesarbréf 4:3.

Hvernig berum við kennsl á andkrista?

  •   Þeir koma á framfæri ranghugmyndum um Jesú. (Matteus 24:9, 11) Til dæmis þeir sem kenna þrenningarkenninguna eða halda því fram að Jesús sé Guð almáttugur. Þeir eru í andstöðu við Jesú sem sagði: „Faðirinn er mér æðri.“ – Jóhannes 14:28.

  •   Andkristar hafna því sem Jesús sagði um starfsemi Guðsríkis. Sumir trúarleiðtogar segja til dæmis að Kristur noti stjórnir manna til að framkvæm vilja sinn. En þessi kenning stangast á við orð Jesú sem sagði: „Ríki mitt tilheyrir ekki þessum heimi.“– Jóhannes 18:36.

  •   Þeir segja Jesú vera Drottinn sinn en hlýða ekki boðum hans, þar með talið boðinu um að boða fagnaðarboðskapinn um ríkið. – Matteus 28:19, 20; Lúkas 6:46; Postulasagan 10:42