Er Guð þríeinn?
Svar Biblíunnar
Margar kristnar kirkjudeildir kenna að Guð sé þríeinn. Í alfræðiorðabókinni Encyclopædia Britannica segir hins vegar: „Í Nýja testamentinu er hvorki að finna orðið þrenning né kenninguna sjálfa ... Kenningin varð til á nokkurra alda tímabili eftir endurteknar deilur um hana.”
Guði Biblíunnar er hvergi lýst sem þrenningu. Lítum á eftirfarandi biblíuvers:
„Drottinn, Guð vor, Drottinn er einn.“ – 5. Mósebók 6:4.
„Þú, sem berð nafnið Drottinn, þú einn ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni.“ – Sálmur 83:19.
„Það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist.“ – Jóhannes 17:3.
„Guð er einn.“ – Galatabréfið 3:20.
Hvers vegna kenna flestar kristnar kirkjudeildir að Guð sé þríeinn?