Látnir fá lífið á ný – upprisuvonin
Trúir þú loforði Biblíunnar um upprisu? * Vonin um að fá að hitta látna ástvini aftur er mjög gleðileg svo ekki sé meira sagt. En er hægt að leggja traust sitt á þessa von? Til að fá svar við því er gott að lesa um postula Jesú Krists.
Postularnir höfðu sterka trú á upprisu hinna dánu. Hvers vegna? Hægt er að benda á að minnsta kosti tvær ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi var von þeirra byggð á eftirfarandi staðreynd: Jesús Kristur hafði verið reistur upp frá dauðum. Postularnir – ásamt „meira en fimm hundruð bræðrum í einu“ – sáu Jesú upprisinn. (1. Korintubréf 15:6) Þar að auki var upprisa Jesú almennt viðurkennd og staðfest eins og sjá má af guðspjöllunum fjórum. – Matteus 27:62 – 28:20; Markús 16:1-8; Lúkas 24:1-53; Jóhannes 20:1 – 21:25.
Í öðru lagi höfðu postularnir að minnsta kosti þrisvar orðið vitni að því þegar Jesús reisti fólk upp frá dauðum. Fyrsta upprisan átti sér stað í Nain, önnur í Kapernaúm og að lokum sú þriðja í Betaníu. (Lúkas 7:11-17; 8:49-56; Jóhannes 11:1-44) Sú síðastnefnda, sem fjallað var um fyrr í blaðinu, snerti fjölskyldu sem var mjög nákomin Jesú. Skoðum nánar hvað þar átti sér stað.
„ÉG ER UPPRISAN“
„Bróðir þinn mun upp rísa,“ sagði Jesús við Mörtu, sem hafði misst bróður sinn fjórum dögum áður. Til að byrja með skildi hún ekki hvað Jesús átti við með þessum orðum. „Ég veit að hann rís upp,“ sagði hún. En hún hélt að það ætti að gerast einhvern tíma í framtíðinni. Mikið hlýtur Marta að hafa verið undrandi þegar Jesús sagði við hana: „Ég er upprisan og lífið,“ og reisti síðan bróður hennar upp frá dauðum. – Jóhannes 11:23-25.
Hvar var Lasarus þessa fjóra daga eftir dauða sinn? Hann sagði ekkert sem bendir til þess að hann hafi verið á lífi einhverstaðar annars staðar í þessa fjóra daga. Lasarus hafði ekki ódauðlega sál sem fór til himna. Með því að reisa Lasarus upp frá dauðum var Jesús ekki að kalla hann aftur niður til jarðar og varna því að hann nyti himnasælu hjá Guði. Hvar var þá Lasarus í þessa fjóra daga? Hann var sofandi í gröfinni. – Prédikarinn 9:5, 10.
Mundu að Jesús líkti dauðanum við svefn sem maður vaknar upp af í upprisunni. Frásagan Jóhannes 11:11-14) Með upprisunni endurheimti Lasarus líf sitt og komst aftur í faðm fjölskyldunnar. Hvílík gjöf sem Jesús gaf þessari fjölskyldu!
segir: „,Lasarus, vinur okkar, er sofnaður. En nú fer ég að vekja hann.‘ Þá sögðu lærisveinar hans: ,Drottinn, ef hann er sofnaður batnar honum.‘ En Jesús talaði um dauða hans. Þeir héldu hins vegar að hann ætti við venjulegan svefn. Þá sagði Jesús þeim berum orðum: ,Lasarus er dáinn.‘“ (Þegar Jesús reisti fólk upp til lífs hér á jörð gaf hann forsmekkinn af því sem hann ætlar að gera í framtíðinni sem konungur Guðsríkis. * Hann mun þá ríkja yfir jörðinni og endurlífga alla sem nú sofa í gröfinni. Því gat hann sagt: „Ég er upprisan.“ Hugsaðu til þess hve hamingjusamur þú verður þegar þú sérð ástvini þína á nýjan leik. Og ímyndaðu þér gleðina sem skín af andlitum þeirra sem hljóta upprisu. – Lúkas 8:56.
Hugsaðu til þess hve hamingjusamur þú verður þegar þú sérð ástvini þína á nýjan leik.
TRÚ SEM LEIÐIR TIL EILÍFS LÍFS
Jesús sagði Mörtu: „Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja.“ (Jóhannes 11:25, 26) Þeir sem Jesús reisir upp í þúsundáraríkinu eiga í vændum að lifa að eilífu svo framarlega sem þeir varðveita trú á hann.
„Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ – Jóhannes 11:25.
Eftir að hafa opinberað Mörtu þessar undraverðu upplýsingar um upprisuna spurði Jesús hana beint: „,Trúir þú þessu?‘ Hún segir við hann: ,Já, Drottinn. Ég trúi að þú sért Kristur, Guðs sonur.‘“ (Jóhannes 11:26, 27) Hvað um þig? Myndir þú vilja byggja upp eins sterka trú á upprisuna og Marta hafði? Það fyrsta sem þú þarft að gera er að læra um fyrirætlun Guðs með mannkynið. (Jóhannes 17:3; 1. Tímóteusarbréf 2:4) Það getur hjálpað þér að byggja upp trú. Væri ekki upplagt að biðja votta Jehóva að sýna þér hvað Biblían segir um upprisuna? Þeir myndu gjarnan vilja ræða við þig um þessa yndislegu von.
^ gr. 2 Sjá greinina „Dauðinn er ekki endir alls!“ á bls. 6 í þessu tölublaði.
^ gr. 9 Fjallað er nánar um upprisuvonina í 7. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? sem gefin er út af Vottum Jehóva.