6. Fagnaðarerindið boðað um allan heim
6. Fagnaðarerindið boðað um allan heim
„Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina.“ — MATTEUS 24:14.
● Vaiatea býr á afskekktri eyju í Tuamotu-eyjaklasanum í Kyrrahafinu. Enda þótt þessar eyjar, sem eru nær 80 talsins, séu dreifðar um tæplega 803.000 ferkílómetra svæði eru íbúar einungis um 16.000. Samt hafa vottar Jehóva lagt leið sína þangað og heimsótt Vaiateu og nágranna hennar. Hvers vegna? Vegna þess að vottarnir vilja boða öllum fagnaðarerindið um Guðsríki, óháð því hvar þeir búa.
HVER ER VERULEIKINN? Boðskapurinn um ríkið berst nú til allra heimshorna. Á árinu 2010 vörðu vottar Jehóva meira en 1,6 milljarði klukkustunda til að boða fagnaðarerindið í 236 löndum. Þetta merkir að hver vottur hafi varið að meðaltali 30 mínútum á dag til að boða fagnaðarerindið. Síðastliðinn áratug hafa vottarnir framleitt og dreift biblíufræðsluefni í meira en 20 milljörðum eintaka.
HVAÐ SEGJA SUMIR? Boðskapur Biblíunnar hefur verið boðaður um þúsundir ára.
EIGA ORÐ ÞEIRRA VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST? Það er satt að margir hafa prédikað boðskap Biblíunnar í einhverjum mæli. Flestir hafa hins vegar aðeins gert það um stutta stund og á afmörkuðu svæði. Vottar Jehóva hafa aftur á móti ýtt úr vör vel skipulögðu boðunarátaki og ná þannig til hundruð milljóna manna um allan heim. Vottarnir hafa haldið ótrauðir áfram að boða fagnaðarerindið þrátt fyrir að nokkur öflugustu og grimmustu ógnarveldi mannkynssögunnar hafi veitt þeim harða andstöðu. * (Markús 13:13) Þar að auki fá vottar Jehóva ekki borgað fyrir að prédika. Þeir gefa fúslega tíma sinn og bjóða rit sín án endurgjalds. Starf þeirra er eingöngu fjármagnað með frjálsum framlögum.
HVAÐ HELDUR ÞÚ? Er verið að prédika „fagnaðarerindið um ríkið“ um allan heim? Gefur uppfylling þessa spádóms til kynna að betri tímar séu rétt fram undan?
[Neðanmáls]
^ gr. 6 Nánari upplýsingar má finna í þrem heimildamyndum sem nefnast „Staðfesta votta Jehóva í ofsóknum nasista“, „Faithful Under Trials“ og „Purple Triangles“. Myndirnar eru gefnar út af Vottum Jehóva.
[Innskot á bls. 9]
„Við höldum áfram að prédika fagnaðarerindið af kappi eins lengi og Jehóva leyfir og notum allar mögulegar leiðir til að ná til fólks.“ — ÁRBÓK VOTTA JEHÓVA 2010.