Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

3. Drepsóttir

3. Drepsóttir

3. Drepsóttir

„Þá verða . . . drepsóttir.“ — LÚKAS 21:11.

● Bonzali er heilbrigðisstarfsmaður í Afríkulandi þar sem borgarastyrjöld hefur lengi geisað. Hann reynir allt hvað hann getur til að hjúkra námuverkamönnum í heimabæ sínum. Þeir þjást af banvænum sjúkdómi sem kenndur er við Marburgveiruna. * Bonzali hefur ítrekað beðið embættismenn í stórborginni um aðstoð en ekki fengið nein svör. Að fjórum mánuðum liðnum berst hjálpin loksins, en Bonzali er látinn. Hann smitaðist af Marburgveirunni þegar hann reyndi að hjálpa námuverkamönnunum.

HVER ER VERULEIKINN? Niðurgangspestir, HIV/alnæmi, berklar, malaría og öndunarfærasýkingar (eins og lungnabólga) eru meðal illvígustu sjúkdóma sem hrjá mannkynið. Talið er að á einu ári hafi alls 10,7 milljónir manna látist af völdum þessara fimm sjúkdóma. Með öðrum orðum, þessir sjúkdómar drógu sjúkling til dauða með þriggja sekúndna millibili allt árið.

HVAÐ SEGJA SUMIR? Jarðarbúum heldur áfram að fjölga og því er eðlilegt að sjúkdómstilfellum fjölgi einnig. Það eru fleiri til að smitast.

EIGA ORÐ ÞEIRRA VIÐ RÖK AÐ STYÐJAST? Jarðarbúum hefur fjölgað svo um munar. En menn geta líka betur greint sjúkdóma, haldið þeim í skefjum eða læknað þá. Væri þá ekki eðlilegt að sjúkdómar væru á undanhaldi? Samt gerist hið gagnstæða.

HVAÐ HELDUR ÞÚ? Þjáist fólk af hræðilegum sjúkdómum líkt og spáð er í Biblíunni?

Jarðskjálftar, hungur og drepsóttir leggja líf milljóna manna í rúst. Og þá eru ótaldar þær milljónir sem beittar eru ofbeldi — oft af hendi þeirra sem ættu að vera þeim til verndar. Lítum á hvað spádómur í Biblíunni segir að myndi eiga sér stað.

[Neðanmáls]

^ gr. 3 Marburgveiran er skyld Ebóluveirunni.

[Innskot á bls. 6]

„Það er hræðilegt að vera étinn af ljóni eða öðru villidýri. En það er jafn hræðilegt að einhver veira éti mann innan frá og að sjá svo fólk allt í kringum sig hljóta sömu örlög.“ — MICHAEL OSTERHOLM, FARSÓTTAFRÆÐINGUR.

[Rétthafi myndar á bls. 6]

© William Daniels/Panos Pictures