Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

1. ranghugmynd: sálin er ódauðleg

1. ranghugmynd: sálin er ódauðleg

Hvaðan er þessi hugmynd komin?

„Kristnir heimspekingar á fyrstu öldunum tóku upp hina grísku hugmynd um ódauðleika sálarinnar. Þeir töldu að Guð hefði skapað sálina og blásið henni í líkamann við getnað.“ − The New Encyclopædia Britannica (1988), 11. bindi, bls. 25.

Hvað segir í Biblíunni?

„Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.“ − Esekíel 18:4, Biblían 1981.

Um sköpun fyrstu mannssálarinnar segir í Biblíunni: „Þá myndaði Drottinn Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál [á hebresku nefes].“ − 1. Mósebók 2:7, Biblían 1981.

Hebreska orðið nefes, sem hér er þýtt „sál“, merkir ,vera sem andar‘. Þegar Guð skapaði fyrsta manninn, Adam, blés hann ekki í hann ódauðlegri sál heldur lífsanda sem er viðhaldið með önduninni. Orðið „sál“ er því notað í Biblíunni um lífveruna í heild. Sálin deyr ef hún er aðskilin frá lífskraftinum sem Guð gaf í upphafi. − 1. Mósebók 3:19; Esekíel 18:20.

Kenningin um ódauðlega sál vakti eftirfarandi spurningar: Hvert fer sálin eftir dauðann? Hvað verður um sálir vondra manna? Með því að taka upp hina röngu hugmynd um ódauðlega sál var komin kveikja að annarri ranghugmynd − kenningunni um elda helvítis.

Berðu saman eftirfarandi biblíuvers: Prédikarann 3:19; Matteus 10:28; Postulasöguna 3:23, Biblían 1912.

STAÐREYND:

Manneskjan hættir að vera til þegar hún deyr.