Ævisaga
Viðburðarík ævi í þjónustunni við ríki Guðs
Dag einn árið 1947 æstu kaþólskir prestar í Santa Ana í El Salvador til uppþota gegn vottum Jehóva. Nokkrir strákar köstuðu grjóti inn um opnar dyr trúboðsheimilisins meðan Varðturnsnámið var í gangi. Síðan kom heil hersing af fólki með presta í broddi fylkingar. Sumir héldu á blysum en aðrir á helgimyndum. Í tvo tíma létu þeir grjóti rigna yfir húsið og söngluðu: „Lengi lifi María mey!“ og „Jehóva skal deyja!“ Það átti víst að hrekja trúboðana úr bænum. Ég veit það vegna þess að ég var einn þeirra, og ég var á þessari samkomu fyrir 67 árum. *
TVEIM árum áður en þessi atburður átti sér stað höfðum við Evelyn Trabert útskrifast með fjórða nemendahópnum frá Biblíuskólanum Gíleað sem var þá staðsettur í grennd við Ithaca í New York. Við áttum að starfa saman sem trúboðar í Santa Ana í El Salvador. En áður en ég segi ykkur frá næstum 29 ára trúboðsstarfi langar mig til að nefna hvers vegna ég ákvað að gerast trúboði.
TRÚARARFUR MINN
Ég fæddist árið 1923 í Spokane í Washington í Bandaríkjunum. Foreldrar mínir, John og Eva Olson, voru lútherstrúar en gátu ekki sætt sig við kenningu kirkjunnar um vítiseld. Þau trúðu ekki að kærleiksríkur Guð kvelji fólk. (1. Jóh. 4:8) Pabbi vann í bakaríi og eina nóttina sagði vinnufélagi honum að Biblían kenni ekki að fólk sé kvalið í helvíti. Áður en langt um leið fóru foreldrar mínir að kynna sér Biblíuna með hjálp votta Jehóva og uppgötvuðu hvað Biblían kennir í alvöru um líf eftir dauðann.
Ég var bara níu ára en ég man hvernig foreldrar mínir töluðu af miklum ákafa um biblíusannindin sem þau voru að læra. Ekki minnkaði ákafinn þegar þau uppgötvuðu að hinn sanni Guð héti Jehóva og að hin óskiljanlega þrenningarkenning væri röng. Ég drakk í mig þessi yndislegu Jóh. 8:32) Mér hefur aldrei fundist biblíunám leiðinlegt heldur hef ég alltaf haft yndi af því að rannsaka orð Guðs. Ég fór með foreldrum mínum að boða trúna þótt feimin væri. Þau létu skírast sem þjónar Jehóva árið 1934 og ég skírðist árið 1939, þá 16 ára.
biblíusannindi eins og svampur og uppgötvaði ,sannleikann sem gerir okkur frjáls‘. (Foreldrar mínir seldu húsið sumarið 1940. Við þrjú gerðumst brautryðjendur og störfuðum í Coeur d’Alene í Idaho. Við bjuggum í leiguíbúð fyrir ofan bílaverkstæði. Heimili okkar var líka notað til að halda samkomur. Á þeim tíma áttu fáir söfnuðir ríkissali þannig að þeir héldu samkomur á heimilum eða í leiguherbergjum.
Við fjölskyldan sóttum mót í St. Louis í Missouri árið 1941. Sunnudagur var „dagur barnanna“ og allir sem voru á aldrinum 5 til 18 ára sátu beint fyrir framan sviðið. Undir lok einnar ræðunnar sagði bróðir Joseph F. Rutherford við okkur börnin: „Þið börn, þið öll ... sem hafið ákveðið að hlýða Guði og konunginum, rísið úr sætum!“ Við stóðum öll á fætur. Þá sagði bróðir Rutherford: „Sjáið, meira en 15.000 nýir vottar Guðsríkis!“ Þessi orð áttu drjúgan þátt í því að ég valdi mér það ævistarf að vera brautryðjandi.
VERKEFNI FJÖLSKYLDUNNAR
Fáeinum mánuðum eftir mótið í St. Louis fluttum við til suðurhluta Kaliforníu. Við fengum það verkefni að stofna söfnuð í borginni Oxnard. Við bjuggum í litlu hjólhýsi með aðeins einu rúmi. Á hverju kvöldi þurfti að búa til „rúm“ handa mér á matarborðinu. Það var talsverð breyting frá herberginu sem ég hafði haft áður fyrir sjálfa mig.
Japanar réðust á Pearl Harbor á Hawaii 7. desember 1941, rétt áður en við fluttum til Kaliforníu. Bandaríkin hófu þátttöku í síðari heimsstyrjöldinni daginn eftir. Yfirvöld fyrirskipuðu myrkvun þannig að við urðum að slökkva öll ljós á kvöldin. Japanskir kafbátar voru á sveimi með fram strönd Kaliforníu og myrkvunin átti að draga úr hættunni á að þeir hittu skotmörk í landi.
Árið eftir, í september 1942, sóttum við mótið „Nýi heimurinn“ í Cleveland í Ohio. Þar hlýddum við á bróður Nathan H. Knorr flytja ræðuna „Friður – verður hann varanlegur?“ Hann ræddi um 17. kafla Opinberunarbókarinnar en þar er sagt frá ,dýri‘ sem ,var en er ekki og myndi stíga upp frá undirdjúpinu‘. (Opinb. 17:8, 11) Bróðir Knorr benti á að „dýrið“ væri Þjóðabandalagið sem lognaðist út af undir árslok 1939. Í Biblíunni kemur fram að það myndi víkja fyrir öðru bandalagi og þá yrði heldur friðsamlegra í heiminum. Það fór líka svo því að síðari heimsstyrjöldinni lauk árið 1945 og „dýrið“ kom aftur fram á sjónarsviðið í mynd Sameinuðu þjóðanna. Vottar Jehóva efldu þá boðunina út um allan heim og aukningin hefur verið óslitin síðan.
Þessi spádómur vakti mig til vitundar um að enn væri mikið verk fram undan. Þegar tilkynnt var að Gíleaðskólinn tæki til starfa árið eftir kviknaði áhugi minn á því að verða trúboði. Árið 1943 var mér falið að starfa sem brautryðjandi í Portland í Oregon. Á þeim tíma notuðum við grammófón til að spila prédikanir fyrir fólk í dyragættinni og síðan buðum við biblíutengd rit
sem sögðu frá ríki Guðs. Allt árið var ég með hugann við trúboðsstarfið.Ég réð mér ekki fyrir gleði þegar okkur vinkonunum, Evelyn Trabert og mér, var boðið að sækja Gíleaðskólann árið 1944. Kennararnir sýndu okkur á þessu fimm mánaða námskeiði hvernig við gætum haft sem mesta ánægju af biblíunámi. Við vorum snortnar af auðmýkt þeirra. Þeir þjónuðu stundum fyrir borðum meðan við mötuðumst. Við útskrifuðumst 22. janúar 1945.
TRÚBOÐSSTARF
Við Evelyn komum til El Salvador í júní 1946, ásamt þeim Leo og Esther Mahan. Við sáum að akrarnir voru „fullþroskaðir til uppskeru“. (Jóh. 4:35) Atvikið, sem ég nefndi í upphafi frásögunnar, sýnir glöggt hve reiðir prestarnir voru. Aðeins viku áður höfðum við haldið fyrsta svæðismótið í Santa Ana. Við auglýstum opinbera fyrirlesturinn vítt og breitt og vorum harla glöð að sjá næstum 500 gesti. Við ætluðum svo sannarlega ekki að láta hrekja okkur úr bænum heldur vorum við staðráðin í að sitja sem fastast til að hjálpa fólki. Prestar höfðu varað fólk við að lesa í Biblíunni og fáir höfðu reyndar efni á að eignast hana, en marga hungraði eftir sannleikanum. Þeir voru þakklátir fyrir að við skyldum leggja það á okkur að læra spænsku til að geta frætt þá um Jehóva, hinn sanna Guð, og um það dýrmæta loforð hans að endurreisa paradís á jörð.
Rosa Ascencio var einn af fyrstu nemendum mínum. Eftir að hún byrjaði að kynna sér Biblíuna sleit hún samvistum við manninn sem hún bjó með. Þá fór hann að kynna sér Biblíuna. Þau giftust, létu skírast og urðu kappsamir vottar Jehóva. Rosa var fyrst heimamanna í Santa Ana til að gerast brautryðjandi. *
Rosa átti litla matvöruverslun. Hún lokaði búðinni þegar hún fór út til að boða trúna og treysti að Jehóva myndi sjá fyrir henni. Þegar hún opnaði búðina nokkrum klukkustundum síðar streymdu viðskiptavinir þangað. Hún upplifði hvernig loforðið í Matteusi 6:33 rættist og var trúföst allt til dauðadags.
Við vorum sex trúboðar sem leigðum húsnæði af þekktum kaupsýslumanni. Einu sinni kom presturinn á staðnum til hans og hótaði honum að hann og konan hans yrðu bannfærð ef hann héldi áfram að leigja okkur. Húseigandinn hafði þá þegar fengið sig fullsaddan á framferði prestanna og lét ekki undan. Hann sagði prestinum meira að segja að sér væri sama þótt hann væri rekinn úr kirkjunni. Hann fullvissaði okkur um að við mættum leigja hjá honum eins lengi og við vildum.
VIRTUR BORGARI VERÐUR VOTTUR
Í höfuðborginni San Salvador var annar trúboði að kenna konu nokkurri en eiginmaður
hennar var verkfræðingur að nafni Baltasar Perla. Hann var góðhjartaður maður en hafði misst trúna á Guð eftir að hafa horft upp á hræsni trúarleiðtoganna. Þegar kom að því að byggja deildarskrifstofu í landinu bauðst Baltasar til að hanna húsið og aðstoða við að byggja það endurgjaldslaust, þótt hann væri ekki orðinn vottur.Þegar Baltasar vann með þjónum Jehóva við bygginguna sannfærðist hann um að hann hefði fundið hina sönnu trú. Hann lét skírast 22. júlí 1955 og Paulina, eiginkona hans, skömmu síðar. Þau eiga tvö börn sem þjóna Jehóva dyggilega. Sonurinn, Baltasar yngri, hefur starfað í 49 ár á Betel í Brooklyn. Þar vinnur hann að framgangi boðunarinnar í heiminum og situr núna í deildarnefndinni í Bandaríkjunum. *
Baltasar hjálpaði okkur að fá afnot af stóru íþróttahúsi í San Salvador þegar við byrjuðum að halda mót þar. Í fyrstu notuðum við ekki nema hluta af sætunum en með blessun Jehóva fjölgaði okkur ár frá ári uns við fylltum húsið og það varð að lokum of lítið fyrir okkur. Á þessum ánægjulegu mótum hitti ég þá sem ég hafði kennt. Þú getur rétt ímyndað þér hvernig mér var innanbrjósts þegar fyrrverandi nemendur kynntu mig fyrir „barnabörnum“ mínum – nýlega skírðum vottum sem þeir höfðu kennt.
Á einu mótinu kom bróðir að máli við mig og sagðist þurfa að játa svolítið. Ég kannaðist ekki við hann og forvitni mín vaknaði. Hann sagði: „Ég er einn af strákunum sem kastaði grjóti að þér í Santa Ana.“ Núna þjónaði hann Jehóva með mér. Þetta gladdi mig ólýsanlega. Þetta samtal minnti mig á að það er ekki hægt að velja sér meira gefandi ævistarf en að þjóna Jehóva í fullu starfi.
ÉG VALDI RÉTT
Ég starfaði sem trúboði í El Salvador í næstum 29 ár, fyrst í borginni Santa Ana, síðan í Sonsonate, svo í Santa Tecla og að síðustu í San
Salvador. Árið 1975 ákvað ég að kveðja trúboðsstarfið og snúa heim til Spokane. Það kostaði miklar hugleiðingar og margar bænir en aldraðir foreldrar mínir voru hjálparþurfi og ég vildi annast þá.Pabbi dó árið 1979 en ég hélt áfram að annast mömmu næstu átta árin. Hún varð smám saman veikburða og þurfti á sífellt meiri aðstoð að halda. Hún dó 94 ára. Ég varð andlega og líkamlega örmagna á þessum tíma. Ég fékk ristil vegna álagsins og það var mjög sársaukafullt. En ég stóðst þessa þrekraun með hjálp bænarinnar og Jehóva hélt mér uppi með ástríkum örmum sínum. Hann hefur staðið við orð sín um að ,bera okkur og frelsa þangað til við verðum grá fyrir hærum‘. – Jes. 46:4.
Ég flutti til Omak í Washington árið 1990. Þar gat ég boðað fagnaðarerindið á spænskumælandi svæði. Mér fannst ég koma að gagni á nýjan leik og nokkrir af biblíunemendum mínum létu skírast. Í nóvember 2007 var svo komið að ég var ekki lengur fær um að sjá um húsið mitt í Omak. Ég flutti þá í íbúð í bænum Chelan sem er þar skammt frá. Spænski söfnuðurinn hér hefur séð vel um mig og ég er innilega þakklát fyrir það. Ég er eini aldraði votturinn hérna þannig að bræður og systur hafa „ættleitt“ mig sem „ömmu“ sína.
Ég vildi geta sinnt þjónustunni án truflunar þannig að ég ákvað að giftast ekki og eignast börn. Ég hef hins vegar eignast fjölda andlegra barna. (1. Kor. 7:34, 35) Ég hugsaði sem svo að í núverandi heimi sé ekki hægt að fá allt. Ég hef því látið það mikilvægasta ganga fyrir – að þjóna Jehóva af öllu hjarta. Í nýja heiminum verður nægur tími til að gera ótalmargt annað. Uppáhaldsversið mitt er Sálmur 145:16 þar sem því er lofað að Jehóva ,seðji allt sem lifir með blessun‘.
Ég er orðin 91 árs og heilsan er bærileg þannig að ég er enn þá brautryðjandi. Það hjálpar mér að vera ung í anda og gefur lífi mínu tilgang. Boðunarstarfið var rétt að byrja í El Salvador þegar ég kom þangað. Þrátt fyrir linnulausa andstöðu Satans eru nú meira en 39.000 boðberar í landinu. Það hefur sannarlega styrkt trú mína að verða vitni að því. Það er deginum ljósara að Jehóva styður starf þjóna sinna með heilögum anda.