Jehóva veit hvernig hann á að frelsa þjóna sína
Jehóva veit hvernig hann á að frelsa þjóna sína
„Þannig veit Drottinn hvernig hann á að hrífa hina guðhræddu úr freistingu.“ – 2. PÉT. 2:9.
HVERS VEGNA GETUM VIÐ TREYST AÐ JEHÓVA . . .
tímasetji atburði þannig að vilji hans nái fram að ganga?
noti mátt sinn til að frelsa þjóna sína?
viti nákvæmlega hvernig þrengingin mikla gengur fyrir sig?
1. Hvernig verður ástandið í þrengingunni miklu?
ÞEGAR Guð hefst handa við að fullnægja dómi sínum yfir heimi Satans gerist það mjög óvænt. (1. Þess. 5:2, 3) Alger upplausn verður í heiminum á ,hinum mikla degi Drottins‘. (Sef. 1:14-17) Þrengingin verður slík að „engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa“. – Lestu Matteus 24:21, 22.
2, 3. (a) Hvað mun blasa við þjónum Guðs í þrengingunni miklu? (b) Hvernig getum við styrkt traust okkar til Jehóva?
2 Þegar dregur að lokum þrengingarinnar miklu gerir „Góg í landinu Magóg“ allsherjarárás á þjóna Guðs. Þá mun „voldugur her“ ráðast að fólki Guðs „eins og óveðursský til að hylja landið“. (Esek. 38:2, 14-16) Engin mannleg öfl munu koma þjónum Jehóva til varnar. Frelsun þeirra er undir Guði komin og engum öðrum. Hvernig bregðast þeir við þegar útrýming blasir við þeim?
3 Ef þú ert þjónn Jehóva trúirðu þá að hann geti bjargað þjónum sínum úr þrengingunni miklu? Trúirðu að hann muni gera það? Pétur postuli skrifaði: „Þannig veit Drottinn hvernig hann á að hrífa hina guðhræddu úr freistingu en refsa hinum ranglátu og geyma þá til dómsdags.“ (2. Pét. 2:9) Við getum styrkt traust okkar til Jehóva með því að hugleiða hvernig hann frelsaði þjóna sína forðum daga. Við skulum líta á þrjú dæmi um það.
FLÓÐIÐ MIKLA
4. Hvað þurfti að gera áður en flóðið skall á?
4 Lítum fyrst á frásöguna af Nóaflóðinu. Margt þurfti að gera áður en flóðið gat skollið á. Það þurfti að smíða gríðarstóra örk og safna dýrunum
í hana. Í frásögu 1. Mósebókar kemur í ljós að Jehóva lét ekki fyrst smíða örkina og ákvað síðan hvenær flóðið ætti að bresta á. Það var ekki eins og hann þyrfti að hafa tímasetninguna sveigjanlega ef smíði arkarinnar skyldi nú dragast á langinn. Löngu áður en hann minntist á það við Nóa að smíða örk ákvað hann hvenær flóðið myndi eiga sér stað. Hvernig vitum við það?5. Hvað fólst í úrskurði Jehóva, sem sagt er frá í 1. Mósebók 6:3, og hvenær var hann felldur?
5 Í Biblíunni kemur fram að Jehóva hafi fellt úrskurð á himnum. Samkvæmt 1. Mósebók 6:3 sagði hann: „Andi minn skal ekki búa í manninum að eilífu því að hann er dauðlegur. Ævidagar hans skulu vera hundrað og tuttugu ár.“ Jehóva var ekki að tala um almennar lífslíkur fólks heldur gefa yfirlýsingu um hvenær hann ætlaði að útrýma illskunni af jörðinni. * Þar sem flóðið skall á árið 2370 f.Kr. má álykta að Guð hafi gefið þessa yfirlýsingu árið 2490 f.Kr. Nói var þá 480 ára. (1. Mós. 7:6) Hann eignaðist fyrsta soninn um 20 árum síðar, það er að segja árið 2470 f.Kr. (1. Mós. 5:32) Þá voru enn um 100 ár fram að flóðinu en Jehóva hafði samt ekki opinberað Nóa hvaða sérstöku hlutverki hann myndi gegna í því að bjarga mannkyninu. Hve lengi beið Guð með að láta Nóa vita?
6. Hvenær fékk Nói fyrirmæli um að smíða örkina?
6 Jehóva virðist hafa beðið áratugi með að opinbera Nóa hvað hann ætlaði að gera. Af hverju drögum við þá ályktun? Í frásögn Biblíunnar kemur fram að synir Nóa hafi verið fullorðnir og kvæntir þegar Jehóva sagði honum að smíða örkina. Jehóva sagði við hann: „Ég mun stofna til sáttmála við þig. Þú skalt ganga í örkina, þú og synir þínir, kona þín og tengdadætur þínar með þér.“ (1. Mós. 6:9-18) Það er því hugsanlegt að Nói hafi ekki fengið fyrirmælin um að smíða örkina nema 40 eða 50 árum fyrir flóðið.
7. (a) Hvernig sýndu Nói og fjölskylda hans trú? (b) Hvenær gaf Jehóva Nóa nákvæma tímasetningu?
7 Meðan á smíði arkarinnar stóð hljóta Nói og fjölskylda hans að hafa velt fyrir sér hvernig Guð ætlaði að hrinda vilja sínum í framkvæmd og hvenær flóðið myndi hefjast. En þótt þau vissu það ekki héldu þau ótrauð áfram að smíða örkina. Í Biblíunni segir: „Nói gerði allt eins og Guð bauð honum.“ (1. Mós. 6:22) Sjö dögum áður en flóðið brast á gaf Jehóva Nóa loksins nákvæma tímasetningu. Það nægði honum og fjölskyldu hans til að safna dýrunum í örkina. Allt var því til reiðu þegar flóðgáttir himinsins opnuðust „á sautjánda degi annars mánaðar á sex hundraðasta aldursári Nóa“. – 1. Mós. 7:1-5, 11.
8. Hvernig staðfestir frásagan af flóðinu að Jehóva veit hvenær hann á að frelsa þjóna sína?
8 Frásagan af flóðinu sýnir fram á að Jehóva veit hvernig hann á að frelsa þjóna sína og tímasetur það nákvæmlega. Hann fylgist vandlega með tímanum sem eftir er þangað til núverandi heimur líður undir lok. Við getum treyst að allt sem hann ætlar sér nær fram að ganga á tilsettum tíma, upp á „dag og stund“. – Matt. 24:36; lestu Habakkuk 2:3.
VIÐ RAUÐAHAF
9, 10. Hvernig notaði Jehóva þjóð sína til að leiða herafla Egypta í gildru?
9 Eins og fram hefur komið tímasetur Jehóva atburði nákvæmlega til að hrinda vilja sínum í framkvæmd. Annað dæmið, sem við skoðum, dregur fram aðra ástæðu fyrir því að við getum treyst Jehóva til að frelsa þjóna sína. Hann beitir takmarkalausum mætti sínum til að tryggja að vilji hans nái fram að ganga. Jehóva er svo öruggur um að geta frelsað þjóna sína að stundum hefur hann notað þá sem agn til að leiða óvini sína í gildru. Það gerðist þegar hann frelsaði Ísraelsmenn úr ánauð í Egyptalandi.
10 Ætla má að um þrjár milljónir Ísraelsmanna hafi farið út af Egyptalandi undir forystu Móse. Leiðin, sem þeir fóru, var þannig að faraó hélt að þeir væru rammvilltir. (Lestu 2. Mósebók 14:1-4.) Hann stóðst ekki freistinguna að elta fyrrverandi þræla sína með fjölmennum her og króaði þá af við Rauðahaf. Þeir virtust ekki eiga sér undankomu auðið. (2. Mós. 14:5-10) En í rauninni var engin hætta á ferðum fyrir Ísraelsmenn vegna þess að Jehóva var í þann mund að bjarga þeim.
11, 12. (a) Hvernig kom Jehóva þjóð sinni til hjálpar? (b) Hvað lærum um Jehóva af þessari frásögu?
11 „Skýstólpinn“, sem var fyrir framan Ísraelsmenn, færðist aftur fyrir þá og kom í veg fyrir að Egyptar næðu þeim. Myrkur var hjá Egyptum en bjart hjá Ísraelsmönnum því að skýstólpinn lýsti upp nóttina. (Lestu 2. Mósebók 14:19, 20.) Jehóva lét síðan sterkan austanvind kljúfa hafið og „gerði . . . hafið að þurrlendi“. Ísraelsmenn gátu því „gengið á þurru“ eftir hafsbotninum. Þetta tók eflaust sinn tíma og Ísraelsmenn hafa trúlega verið fremur hægfara miðað við stríðsvagna faraós. Það var samt engin hætta á að Egyptar næðu þeim vegna þess að Jehóva barðist fyrir þá. Hann „olli ringulreið í her Egypta. Hann lét hervagna þeirra ganga af hjólunum svo að þeim sóttist ferðin erfiðlega.“ – 2. Mós. 14:21-25.
12 Þegar allir Ísraelsmenn voru óhultir á ströndinni hinum megin Rauðahafsins sagði Jehóva Móse: „Réttu hönd þína út yfir hafið, þá kemur vatnið aftur og fellur yfir Egypta, hervagna þeirra og riddara.“ Þegar hermennirnir reyndu að forða sér undan flóðbylgjunni „hrakti Drottinn þá út í mitt hafið“. Þeir gátu ekki flúið og svo fór að „enginn þeirra komst af“. (2. Mós. 14:26-28) Þannig sýndi Jehóva að hann er fær um að frelsa þjóna sína úr hvaða aðstæðum sem er.
EYÐING JERÚSALEM
13. Hvaða leiðbeiningar gaf Jesús og hverju ætli fylgjendur hans hafi velt fyrir sér?
13 Jehóva veit upp á hár hvernig vilji hans nær fram að ganga og hver atburðarásin verður. Það má sjá af þriðja dæminu sem við skoðum, það er að segja umsátrinu um Jerúsalem á fyrstu öld. Jehóva lét son sinn gefa kristnum mönnum í Jerúsalem og Júdeu leiðbeiningar um það hvernig þeir gætu bjargast þegar borginni yrði eytt árið 70. Jesús sagði: „Þegar þér sjáið viðurstyggð eyðileggingarinnar, sem Daníel spámaður talar um, standa á helgum stað . . . þá flýi þeir sem í Júdeu eru til fjalla.“ (Matt. 24:15, 16) En á hverju gátu fylgjendur Jesú séð að þessi spádómur væri að rætast?
14. Hvaða atburðir vörpuðu ljósi á fyrirmæli Jesú?
14 Það sýndi sig með tíð og tíma hvað Jesús átti við. Árið 66 settist rómverskur her undir stjórn Cestíusar Gallusar um Jerúsalem til að bæla niður uppreisn Gyðinga. Herskáir Gyðingar leituðu skjóls í musterinu og rómversku hermennirnir tóku þá að grafa undan musterisveggnum. Kristnir menn, sem héldu vöku sinni, vissu mætavel hvað var á seyði: Heiðinn her var kominn að musterisveggnum í og stóð þá „á helgum stað“. Gunnfánar þeirra voru eins konar skurðgoð og þar með „viðurstyggð“. Nú var tímabært fyrir fylgjendur Jesú að ,flýja til fjalla‘. En hvernig gátu þeir flúið umsetna borg? Óvæntir atburðir voru í aðsigi.
15, 16. (a) Hvað tók Jesús sérstaklega fram og af hverju var áríðandi fyrir fylgjendur hans að fara eftir því? (b) Hvað þurfum við að gera til að bjargast?
15 Öllum að óvörum dró Cestíus Gallus hersveitir sínar frá Jerúsalem og hélt heim á leið. Herskáir Gyðingar ráku flóttann. Skyndilega gafst fylgjendum Jesú tækifæri til að flýja Matteus 24:17, 18.) Lá eitthvað á? Já, það sýndi sig fljótlega. Fáeinum dögum síðar komu uppreisnarmennirnir til baka og tóku að þvinga íbúa Jerúsalem og Júdeu til að styðja uppreisnina. Ýmsir hópar Gyðinga börðust um völdin og ástandið í borginni versnaði hröðum skrefum. Það varð æ erfiðara að flýja borgina. Þegar Rómverjar komu aftur árið 70 var engrar undankomu auðið. (Lúk. 19:43) Þeir sem höfðu dregið á langinn að yfirgefa borgina voru innikróaðir. Fylgjendur Jesú, sem höfðu fylgt fyrirmælum hans og flúið til fjalla, voru hins vegar óhultir um líf sitt. Þeir sáu með eigin augum að Jehóva veit hvernig hann á að frelsa þjóna sína. Hvaða lærdóm getum við dregið af þessum atburðum?
því að Rómverjar og uppreisnarmenn Gyðinga voru á bak og burt. Jesús hafði tekið sérstaklega fram að kristnir menn ættu að skilja eigur sínar eftir og forða sér án tafar. (Lestu16 Þjónar Guðs þurfa að fylgja boðum Biblíunnar og safnaðarins meðan á þrengingunni miklu stendur. Fyrirmæli Jesú um að ,flýja til fjalla‘ eiga sér hliðstæðu á þeim tíma. Við vitum ekki enn hvers eðlis flóttinn verður. * Við megum hins vegar treysta að Jehóva skýrir fyrir okkur hvað þessi fyrirmæli merkja þegar þar að kemur. Við björgumst ekki nema við hlýðum Guði þannig að við ættum að spyrja okkur hvort við hlýðum þeim boðum sem við fáum núna. Gerum við það án tafar eða drögum við það? – Jak. 3:17.
STYRKJUM OKKUR FYRIR ÞAÐ SEM FRAM UNDAN ER
17. Hvað leiðir spádómur Habakkuks í ljós varðandi árás Gógs á þjóna Guðs?
17 Snúum okkur nú aftur að allsherjarárás Gógs sem minnst var á í upphafi greinarinnar. Habakkuk segir í hliðstæðum spádómi: „Þetta hef ég heyrt og það ólgaði innra með mér, varir mínar skulfu er það barst mér. Bein mín tærðust og ég varð valtur á fótum. Með hugarró mun ég þó bíða neyðardagsins, dagsins sem kemur yfir þá þjóð sem fer ránshendi gegn oss.“ (Hab. 3:16) Spámanninum varð svo mikið um að heyra fréttina af árásinni á þjóð Guðs að honum varð óglatt, varir hans skulfu og hann varð máttvana. Þessi viðbrögð lýsa vel hve vonlaus staða okkar virðist þegar hersveitir Gógs gera sig líklegar til að ráðast á okkur. En spámaðurinn var tilbúinn til að bíða rólegur eftir hinum mikla degi í trausti þess að Jehóva myndi frelsa þjóna sína. Við getum treyst á Jehóva á sama hátt og Habakkuk gerði. – Hab. 3:18, 19.
18. (a) Af hverju þurfum við ekki að óttast komandi árás? (b) Um hvað er fjallað í næstu grein?
18 Dæmin þrjú, sem við höfum skoðað, sýna svo ekki verður um villst að Jehóva veit hvernig hann á að frelsa þjóna sína. Vilji hans nær alltaf fram að ganga. Hann sigrar óvini sína. En til að eiga hlutdeild í þessum mikla sigri verðum við að vera trú allt til enda. Hvernig hjálpar Jehóva okkur að vera ráðvönd núna? Um það er fjallað í næstu grein.
[Neðanmáls]
[Spurningar]
[Mynd á bls. 24]
Stafaði Ísraelsmönnum nokkurn tíma hætta af hersveitum faraós?