Sönn tilbeiðsla einkennist af einingu
Sönn tilbeiðsla einkennist af einingu
„Ég mun safna yður öllum saman . . . eins og sauðfé í rétt.“ — MÍKA 2:12.
1. Hvernig ber sköpunarverkið vitni um visku Guðs?
S ÁLMASKÁLD söng: „Hversu mörg eru verk þín, Drottinn? Þú vannst þau öll af speki. Jörðin er full af því sem þú hefur skapað.“ (Sálm. 104:24) Viska Guðs sýnir sig í því hvernig ótal tegundir jurta, dýra, skordýra og gerla eru háð hvert öðru í ótrúlega flóknu lífríki jarðar. Og í mannslíkamanum vinna saman þúsundir ferla, allt frá stórum líffærum niður í örsmáar sameindavélar inni í frumunum, til að gera okkur að heilum og hraustum manneskjum.
2. Af hverju hlýtur eining kristna safnaðarins að hafa verið kraftaverki líkust, samanber myndina á næstu blaðsíðu?
2 Jehóva skapaði mennina þannig að þeir væru hver öðrum háðir. Mannkynið er æði fjölbreytt að útliti, persónuleika og færni. En mönnunum voru áskapaðir eiginleikar eftir Guðs mynd sem gerðu þeim kleift að vinna saman og reiða sig hver á annan. (1. Mós. 1:27; 2:18) Mannheimurinn eins og hann er núna er hins vegar fjarlægur Guði og honum hefur aldrei tekist að vinna saman sem ein heild. (1. Jóh. 5:19) Í ljósi þess að kristni söfnuðurinn á fyrstu öld samanstóð af alls konar fólki, svo sem þrælum frá Efesus, grískum hefðarkonum, menntuðum körlum af hópi Gyðinga og fyrrverandi skurðgoðadýrkendum, hlýtur eining þeirra að hafa verið kraftaverki líkust. — Post. 13:1; 17:4; 1. Þess. 1:9; 1. Tím. 6:1.
3. Hvernig er einingu kristinna manna lýst í Biblíunni og hvað ætlum við að skoða í þessari námsgrein?
3 Sönn tilbeiðsla gerir fólki kleift að vinna saman eins og limirnir á líkama okkar. (Lestu 1. Korintubréf 12:12, 13.) Í þessari grein ætlum við meðal annars að kanna eftirfarandi: Hvernig sameinar sönn tilbeiðsla fólk? Af hverju er Jehóva sá eini sem getur sameinað milljónir manna af öllum þjóðum? Hvað getur hindrað einingu og hvernig hjálpar Jehóva okkur að yfirstíga það? Hvaða munur er á einingu sannkristinna manna og kristna heiminum?
Hvernig sameinar sönn tilbeiðsla fólk?
4. Hvernig sameinar sönn tilbeiðsla fólk?
4 Þeir sem stunda sanna tilbeiðslu vita að Jehóva er réttmætur Drottinn alheims vegna þess að hann skapaði alla hluti. (Opinb. 4:11) Þó svo að sannkristnir menn búi í margs konar samfélögum og við ólíkar aðstæður hlýða þeir allir sömu lögum og meginreglum sem Guð hefur sett þeim og er að finna í Biblíunni. Allir sannir tilbiðjendur Jehóva geta með réttu ávarpað hann sem „föður“. (Jes. 64:7; Matt. 6:9) Þeir eru því allir bræður og systur í trúnni og geta búið við þá unaðslegu einingu sem sálmaskáldið lýsir: „Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er þegar bræður búa saman.“ — Sálm. 133:1.
5. Hvaða eiginleiki stuðlar að einingu þeirra sem tilbiðja hinn sanna Guð?
5 Enda þótt sannkristnir menn séu ófullkomnir eru þeir sameinaðir í tilbeiðslu vegna þess að þeir hafa lært að elska hver annan. Enginn getur kennt þeim að elska eins og Jehóva. (Lestu 1. Jóhannesarbréf 4:7, 8.) Í orði hans segir: „Íklæðist . . . hjartagróinni meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið ykkur, svo skuluð þið og gera. En íklæðist yfir allt þetta elskunni sem bindur allt saman og fullkomnar allt.“ (Kól. 3:12-14) Kærleikurinn, sem bindur allt saman og fullkomnar allt, er helsta einkenni sannkristinna manna. Hefurðu ekki kynnst því af eigin raun að þessi eining er áberandi einkenni sannrar tilbeiðslu? — Jóh. 13:35.
6. Hvernig er vonin um Guðsríki okkur hjálp til að vera sameinuð?
6 Þeir sem tilbiðja hinn sanna Guð eru líka sameinaðir vegna þess að þeir treysta á ríki hans sem einu von mannkyns. Þeir vita að ríki Guðs mun bráðlega koma í stað mennskra stjórnvalda og veita hlýðnum mönnum sannan og varanlegan frið. (Jes. 11:4-9; Dan. 2:44) Kristnir menn fara þess vegna eftir því sem Jesús sagði um fylgjendur sína: „Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum.“ (Jóh. 17:16) Sannkristnir menn eru hlutlausir gagnvart átökum heimsins. Þess vegna búa þeir við frið þó að umheimurinn eigi í stríði.
Ein og sama fræðslan
7, 8. Hvernig stuðlar biblíufræðsla að einingu okkar?
7 Kristnir menn á fyrstu öld voru sameinaðir vegna þess að þeir fengu allir einu og sömu fræðsluna og hvatninguna. Þeir virtu og viðurkenndu að Jesús stjórnaði og kenndi söfnuðinum fyrir milligöngu stjórnandi ráðs en í því sátu postularnir og öldungarnir í Jerúsalem. Þessir dyggu menn byggðu ákvarðanir sínar á orði Guðs og sendu út farandumsjónarmenn til að flytja söfnuðunum víða um lönd leiðbeiningar sínar. Í Biblíunni segir um suma af þessum umsjónarmönnum: „Þeir fóru nú um borgirnar, fluttu mönnum þær ályktanir sem postularnir og öldungarnir í Jerúsalem höfðu samþykkt og buðu að varðveita þær.“ — Post. 15:6, 19-22; 16:4.
8 Eins er það núna að stjórnandi ráð skipað andasmurðum kristnum mönnum stuðlar að einingu safnaðarins um allan heim. Hið stjórnandi ráð gefur út andlega uppbyggileg rit á fjölda tungumála. Þau hafa að geyma andlega fæðu sem er byggð á orði Guðs. Kennslan kemur því ekki frá mönnum heldur Jehóva. — Jes. 54:13.
9. Hvernig stuðlar starfið, sem Guð hefur falið okkur, að einingu?
9 Kristnir umsjónarmenn vinna einnig að einingu með því að taka forystuna í boðun fagnaðarerindisins. Þeir sem vinna saman í þjónustu Guðs tengjast miklu sterkari böndum en þekkjast meðal fólks í heiminum sem hittist við einhvers konar félagsstarf. Kristni söfnuðurinn var ekki stofnaður til að Rómv. 1:11, 12; 1. Þess. 5:11; Hebr. 10:24, 25) Þess vegna gat Páll postuli sagt við trúsystkini sín: „Þið standið stöðug í einum anda, berjist með einni sál fyrir trúnni á fagnaðarerindið.“ — Fil. 1:27.
standa fyrir félagsstarfi heldur til að heiðra Jehóva og vinna ákveðið verk — að boða fagnaðarerindið, gera fólk að lærisveinum og byggja upp söfnuðinn. (10. Hvað sameinar þá sem þjóna Guði?
10 Við erum því sameinuð sem þjónar Jehóva vegna þess að við viðurkennum drottinvald hans, elskum trúsystkini okkar, væntum ríkis Guðs og virðum þá sem hann hefur falið forystuna á meðal okkar. Jehóva hjálpar okkur að sigrast á ákveðnu hugarfari sem gæti ógnað einingu okkar vegna þess að við erum ófullkomin. — Rómv. 12:2.
Að sigrast á stærilæti og öfund
11. Af hverju veldur stærilæti sundurlyndi og hvernig hjálpar Jehóva okkur að sigrast á því?
11 Stærilæti veldur sundurlyndi. Stærilátum manni finnst hann vera öðrum meiri og hefur yfirleitt ánægju af því að gorta af sjálfum sér eða afrekum sínum. En það stendur oft í vegi fyrir einingu því að þeir sem heyra gortið geta fundið fyrir öfund. Lærisveinninn Jakob segir blátt áfram: „Allt slíkt stærilæti er vont.“ (Jak. 4:16) Það er ekki kærleiksríkt að koma fram við aðra eins og maður sé yfir þá hafinn. Það vitnar um athyglisvert lítillæti af hálfu Jehóva að eiga samskipti við ófullkomið fólk eins og okkur. Davíð skrifaði: „Lítillæti þitt [Guðs] gjörði mig mikinn.“ (2. Sam. 22:36, Biblían 1981) Orð Guðs hjálpar okkur að sigrast á stærilæti með því að kenna okkur að hugsa rétt. Páli var innblásið að varpa fram eftirfarandi spurningum: „Hver gefur þér yfirburði? Og hvað hefur þú sem þú hefur ekki þegið? En hafir þú nú þegið það, hví stærir þú þig þá eins og þú hefðir ekki fengið það að gjöf?“ — 1. Kor. 4:7.
12, 13. (a) Af hverju getur það hæglega gerst að fólk finni fyrir öfund? (b) Hvaða áhrif hefur það ef við tileinkum okkur sjónarmið Jehóva?
12 Öfund er annað sem stendur oft í veginum fyrir einingu. Þar sem við höfum erft ófullkomleikann höfum við öll tilhneigingu til „afbrýði“ og öfundar. (Jak. 4:5) Þeir sem hafa þjónað Guði lengi geta jafnvel stundum öfundað aðra af aðstæðum þeirra, eignum, verkefnum eða hæfileikum. Fjölskyldumaður finnur kannski til öfundar í garð bróður sem þjónar Guði í fullu starfi en gerir sér ekki grein fyrir að hinn öfundar hann örlítið af því að vera fjölskyldufaðir. Hvernig getum við komið í veg fyrir að slík öfund spilli einingu okkar?
13 Til að hjálpa okkur að forðast öfund skulum við hafa hugfast að Biblían líkir andasmurðum bræðrum og systrum í kristna söfnuðinum við limi og líffæri mannslíkamans. (Lestu 1. Korintubréf 12:14-18.) Þó að augað sé meira áberandi en til dæmis hjartað verður því ekki neitað að bæði gegna mikilvægu hlutverki. Sömuleiðis metur Jehóva mikils alla í söfnuðinum, jafnvel þó að sumir fái kannski meiri athygli um tíma en aðrir. Við skulum því sjá trúsystkini okkar sömu augum og Jehóva gerir. Öfundum ekki aðra heldur sýnum þeim umhyggju og áhuga. Þannig stuðlum við að því að sannkristnir menn séu ólíkir þeim sem tilheyra kirkjudeildum kristna heimsins.
Sundrung kristna heimsins
14, 15. Hvernig sundraðist fráhvarfskristnin?
14 Eining sannkristinna mann stingur mjög í stúf við átök og erjur milli kirkjudeilda kristna heimsins. Á fjórðu öld var fráhvarfskristni orðin svo útbreidd að heiðinn keisari Rómar tók stjórn hennar í sínar hendur og stuðlaði þar með að tilurð hins svokallaða kristna heims. Þessi kristni margklofnaði síðan þegar mörg ríki klufu sig frá Róm og stofnuðu eigin þjóðkirkjur.
15 Mörg þessara ríkja börðust innbyrðis öldum saman. Á 17. og 18. öld beitti fólk í Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum sér fyrir hollustu við ríkið með þeim afleiðingum að þjóðernishyggjan varð að eins konar trúarbrögðum. Á 19. og 20. öld var þjóðernishyggjan farin að ráða hugsunarhætti þorra mannkyns. Smám saman klofnuðu kirkjudeildir kristna heimsins í ótal sértrúarflokka og flestir þeirra umbera þjóðernishyggjuna. Kirkjurækið fólk hefur jafnvel farið í stríð til að berjast gegn trúsystkinum af annarri þjóð. Núna er kristni heimurinn klofinn bæði af völdum sértrúar og þjóðernishyggju.
16. Hvers konar mál valda sundurlyndi í kristna heiminum?
16 Á 20. öld stofnuðu sumir af sértrúarflokkum kristna heimsins hreyfingu til að vinna að sameiningu allra kirkjudeilda. En þrátt fyrir margra áratuga starf hafa fáar kirkjur sameinast og kirkjurækið fólk er enn á öndverðum meiði varðandi málefni eins og þróunarkenninguna, fóstureyðingar, samkynhneigð og prestvígslu kvenna. Sums staðar í kristna heiminum reyna forystumenn kirkjudeilda að sameina trúfélög með því að draga úr vægi kenninga sem hafa valdið sundurlyndi. En þegar dregið er úr vægi kenninga veiklast trúin og það stuðlar alls ekki að einingu í hinum sundraða kristna heimi.
Sönn tilbeiðsla er hafin yfir þjóðernishyggju
17. Hvernig var boðað að sönn tilbeiðsla myndi sameina fólk á síðustu dögum?
17 Enda þótt mannkynið sé sundraðra en nokkru sinni fyrr er eining eitt aðaleinkenni sannra tilbiðjenda Guðs. Míka, spámaður Guðs, sagði: „Ég mun safna yður öllum saman . . . eins og sauðfé í rétt.“ (Míka 2:12) Míka lýsti hvernig sönn tilbeiðsla yrði hafin yfir alla aðra guðsdýrkun, hvort heldur sú dýrkun beindist að falsguðum eða veraldlegu ríki. Hann skrifaði: „Þeir dagar koma að musterisfjall Drottins stendur óbifanlegt, hæst allra fjalla, og gnæfir yfir hæðirnar. Þangað munu þjóðirnar flykkjast. Aðrar þjóðir munu lifa, hver í nafni síns guðs, en vér munum lifa í nafni Drottins, Guðs vors.“ — Míka 4:1, 5.
18. Hvaða breytingar hefur sönn tilbeiðsla hjálpað okkur að gera?
18 Míka lýsti sömuleiðis hvernig sönn tilbeiðsla myndi sameina fyrrverandi óvini. „Þjóðirnar . . . segja: ,Komum. Göngum upp á fjall Míka 4:1-3) Þeir sem hætta að dýrka þjóðir eða guði gerða af mönnum og taka að tilbiðja Jehóva eru sameinaðir um allan heim. Guð fræðir þá um vegi kærleikans.
Drottins, til húss Jakobs Guðs, svo að hann sýni oss veg sinn og vér fáum fetað slóð hans.‘ . . . Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ (19. Um hvað er það glöggt merki að milljónir manna skuli sameinast í sannri tilbeiðslu?
19 Eining sannkristinna manna um heim allan er einstök og er glöggt merki þess að Jehóva haldi áfram að leiða fólk sitt með anda sínum. Fólk af öllum þjóðum sameinast í slíkum mæli að annað eins hefur aldrei sést í sögu mannkyns. Þetta er eftirtektarverð uppfylling þess sem kemur fram í Opinberunarbókinni 7:9 og 14, og það gefur til kynna að englar Guðs sleppi bráðlega lausum „vindum“ sem munu eyða núverandi illu heimskerfi. (Lestu Opinberunarbókina 7:1-4, 9, 10, 14.) Er það ekki mikill heiður að fá að vera sameinuð í bræðralagi sem nær út um allan heim? Hvernig getum við hvert og eitt stuðlað að þessari einingu? Um það er fjallað í næstu grein.
Hvert er svarið?
• Hvernig sameinar sönn tilbeiðsla fólk?
• Hvernig getum við komið í veg fyrir að öfund spilli einingu okkar?
• Af hverju sundrar þjóðernishyggja ekki þeim sem tilbiðja hinn sanna Guð?
[Spurningar]
[Mynd á bls. 13]
Frumkristnir menn voru af alls konar uppruna.
[Myndir á bls. 15]
Hvernig stuðlar þú að einingu með því að taka þátt í umhirðu ríkissalarins?