„Fylgjum Kristi“
„Fylgjum Kristi“
Landsmót Votta Jehóva
Vottar Jehóva halda þriggja daga mót í hundruðum borga víðs vegar um heim. Fyrstu mótin voru haldin í maí og þau síðustu verða haldin snemma árs 2008. Á flestum stöðum hefst dagskráin með tónlist kl. 9:20 á föstudegi. Mótsdagskráin beinir athyglinni að Jesú.
Stef föstudagsins er „Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar“. (Hebreabréfið 12:2) Opnunarræðan heitir „Af hverju eigum við að fylgja Kristi?“ Flutt verður þrískipt ræðusyrpa sem nefnist „Viðurkennum Jesú sem hinn meiri Móse, Davíð og Salómon“. Morgundagskránni lýkur svo með stefræðunni „Hið einstaka hlutverk Jesú í fyrirætlun Jehóva“.
Síðdegis á föstudeginum verður flutt ræðan „Við höfum fundið Messías!“ Strax á eftir kemur ræðan „Finnum ‚fjársjóði spekinnar‘ sem eru fólgnir í Jesú“. Í klukkustundarlangri ræðusyrpu, sem nefnist „Höfum sama hugarfar og Kristur“, eru fimm ræður. Þar má nefna ræðurnar „Hann tók þeim vel“, „Hann var ‚hlýðinn allt til dauða‘“ og „Hann elskaði þá uns yfir lauk“. Síðdegisdagskránni lýkur svo með ræðunni „Þeir fylgja lambinu hvert sem það fer“.
Stef laugardagsins er „Mínir sauðir heyra raust mína . . . og þeir fylgja mér“. (Jóhannes 10:27) Í klukkustundarlangri ræðusyrpu, sem heitir „Fylgjum fyrirmynd Jesú í boðunarstarfinu“, verða meðal annars veitt gagnleg ráð sem geta gert okkur færari í boðunarstarfinu. Eftir að búið er að flytja ræðurnar „Hann elskaði réttlæti og hataði ranglæti — gerir þú það?“ og „‚Stattu gegn djöflinum‘ eins og Jesús“ lýkur morgundagskránni með umfjöllun um skírn. Síðan munu þeir sem hæfir eru láta skírast.
Síðdegisdagskrá laugardagsins hefst á sexskiptri ræðusyrpu sem nefnist „Fylgið ekki . . . “. Í henni er okkur er ráðið frá því að fylgja fjöldanum, hjörtum okkar eða augum, fánýti, falskennurum, ævintýrum og Satan. Næst á dagskrá eru ræður eins og „Yfirburðir þess að vera lærisveinar Jehóva“ og „Hjálpum þeim að snúa aftur til hjarðarinnar“. Lokaræða dagsins, einn af hápunktum mótsins, nefnist „Komið og fylgið mér“.
Stef sunnudagsins er „Fylg þú mér“. (Jóhannes 21:19) Eftir ræðuna „Reyndu ekki að afsaka þig undan því að fylgja Kristi“ verður flutt sexskipt ræðusyrpa sem nefnist „Gullmolar úr fjallræðunni“. Í henni verður fjallað um orð Jesú eins og „Sælir eru þeir sem skynja andlega þörf sína“, „Fyrst skaltu fara og ‚sættast við bróður þinn‘“ og „Gefið og yður mun gefið verða“. Morgundagskránni lýkur með opinberum fyrirlestri sem nefnist „Hverjir eru sannir fylgjendur Krists?“ Hápunktur síðdegisdagskrárinnar er sviðsett leikrit sem byggist á frásögn Biblíunnar af Gehasí, hinum ágjarna aðstoðarmanni Elísa spámanns. Mótinu lýkur svo með ræðunni „Höldum áfram að fylgja ósigrandi leiðtoga okkar, Kristi“.
Gerðu þegar í stað ráðstafanir til að geta sótt mótið. Dagskrártímar eru sem hér segir: Föstudagur: 9:20 - 12:10 og 13:50 - 16:55. Laugardagur: 9:20 - 12:10 og 13:50 - 16:55. Sunnudagur: 9:20 - 12:05 og 13:30 - 16:00.
Mótið verður haldið dagana
10.-12. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi.