Huggun á þrengingatímum
Huggun á þrengingatímum
FRÉTTIRNAR nú á tímum eru síður en svo hughreystandi. Maður nokkur skrifaði: „Líðandi atburðir eru svo þrúgandi að við erum oft á báðum áttum hvort við eigum að þora að hlusta á kvöldfréttirnar eða ekki.“ Yfir heiminn flæða stríð, hryðjuverk, þjáningar, glæpaverk og sjúkdómar — böl sem gæti von bráðar komið niður á okkur ef það hefur þá ekki þegar gerst.
Biblían spáði nákvæmlega fyrir um þetta ástand mála. Þegar Jesús lýsti okkar tímum sagði hann að miklar styrjaldir yrðu, drepsóttir, hungursneyðir og jarðskjálftar. (Lúkas 21:10, 11) Á svipaðan hátt skrifaði Páll postuli um „örðugar tíðir“ þegar menn yrðu grimmir, fégjarnir og ekki elskandi það sem gott er. Hann kallaði þetta tímabil ‚síðustu daga.‘ — 2. Tímóteusarbréf 3:1-5.
Þannig eru lýsingar frétta á heimástandinu að vissu leyti svipaðar því sem Biblían sagði fyrir. En þar með sleppir líka samsvöruninni. Biblían veitir yfirsýn sem fréttirnar veita ekki. Innblásið orð Guðs gerir okkur bæði kleift að skilja hvers vegna illskan er svona mikil og hvað framtíðin ber í skauti sér.
Illskan frá sjónarmiði Guðs
Í Biblíunni er útskýrt hvernig Guð lítur á þjakandi aðstæður nútímans. Þótt hann hafi séð núverandi þrengingar fyrir er hann hvorki 1. Jóhannesarbréf 4:8) Jehóva er mjög annt um fólk og harmar alla illsku. Við megum svo sannarlega leita huggunar hjá Guði þar sem hann er góður og samúðarfullur og býr yfir mætti og vilja til að afmá illsku af jörðinni. Sálmaritarinn skrifaði: „[Útnefndur konungur Guðs á himnum] bjargar hinum snauða, er hrópar á hjálp, og hinum þjáða, er enginn liðsinnir. Hann aumkast yfir bágstadda og snauða, og fátækum hjálpar hann. Frá ofbeldi og ofríki leysir hann þá, og blóð þeirra er dýrmætt í augum hans.“ — Sálmur 72:12-14.
þeim samþykkur né ætlar að láta þær viðgangast endalaust. „Guð er kærleikur,“ skrifaði Jóhannes postuli. (Finnurðu til með þeim sem þjást? Líklega gerir þú það. Samúð er eiginleiki sem Jehóva lagði okkur til því að við vorum sköpuð í hans mynd. (1. Mósebók 1:26, 27) Við getum þess vegna treyst því að Jehóva er ekki ónæmur fyrir þjáningum manna. Jesús þekkti Jehóva nánar en nokkur annar og kenndi að honum væri afar umhugað um okkur og fullur samúðar. — Matteus 10:29, 31.
Sjálf sköpunin ber vitni um að Guði er annt um mannkynið. Jesús sagði að Guð ‚léti sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.‘ (Matteus 5:45) Páll postuli sagði við íbúa borgarinnar Lýstru: „[Guð hefur] vitnað um sjálfan sig með velgjörðum sínum. Hann hefur gefið yður regn af himni og uppskerutíðir. Hann hefur veitt yður fæðu og fyllt hjörtu yðar gleði.“ — Postulasagan 14:17.
Á hverjum hvílir ábyrgðin?
Það er eftirtektarvert að Páll sagði íbúum Lýstruborgar enn fremur: „[Guð] hefur um liðnar aldir leyft, að sérhver þjóð gengi sína vegu.“ Þjóðirnar, eða mennirnir sjálfir, bera því að miklu leyti ábyrgð á því ófremdarástandi sem þær búa við. Guði er ekki um að kenna. — Postulasagan 14:16.
Hvers vegna leyfir Guð að ógæfa eigi sér stað? Ætlar hann einhvern tíma að grípa í taumana? Svarið við þessum spurningum er eingöngu að finna í orði Guðs vegna þess að það er nátengt annarri andaveru og deilumáli sem hún kom af stað í hinum ósýnilega andaheimi.
[Mynd á blaðsíðu 4]
Mennirnir eru hluttekningarsamir. Er Guð nokkuð síður næmur fyrir þjáningum manna?
[Mynd credit line á blaðsíðu 2]
FORSÍÐA: Skriðdreki: UN PHOTO 158181/J. Isaac; jarðskjálfti: San Hong R-C Picture Company
[Mynd credit lines á blaðsíðu 3]
Efst til vinstri, Króatía: UN PHOTO 159208/S. Whitehouse; sveltandi barn: UN PHOTO 146150 BY O. MONSEN