Haltu þig utan hættusvæðis!
Haltu þig utan hættusvæðis!
ELDFJALLAFRÆÐINGAR hafa þann starfa að fylgjast með eldfjöllum, meta athuganir og mælingar og vara við yfirvofandi eldgosum. (Eftir að Fúgenfjall gaus þurfti lögregla að halda fólki utan hættusvæðis.) Biblíunemendur fylgjast á sambærilegan hátt með tákninu um ‚endalok veraldar‘ og vara aðra við yfirvofandi hættu. — Matteus 24:3.
Í sama biblíukafla og varað er við yfirvofandi heimshamförum má lesa þessa lýsingu á aðdraganda þeirra: „Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. . . . Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. . . . Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.“ — Matteus 24:7-14.
Við þurfum ekki að vera fréttaskýrendur til að sjá að þessi spádómur er að rætast. Við höfum orðið vitni að því, einkum frá 1914. Á þessari öld hafa verið háðar tvær heimsstyrjaldir, og borgarastríð, staðbundinn ófriður og kynþátta- og trúarátök hafa verið fleiri en tölu verður á komið. Hungursneyð hefur fylgt í kjölfar þessara styrjalda og bæst ofan á þann skort sem rekja má til náttúruhamfara. Jarðskjálftar hafa tekið ótal mannslíf. Sértrúarreglur hafa sprottið upp með vafasama leiðtoga og ofstækisfulla fylgjendur. Vaxandi lögleysi hefur gert menn afhuga kærleikanum, og góðvild gagnvart náunganum er ekki lengur sjálfsagður hlutur.
Fagnaðarerindið er boðað um heim allan og það er annar þáttur táknsins sem er greinilega að uppfyllast. Líttu á forsíðu þessa tímarits. Orðin „Kunngerir ríki Jehóva“ eru hluti af titli þess. Varðturninn er gefinn út á 132 tungumálum og upplagið er ríflega 22 2. Tímóteusarbréf 3:1-5; 2. Pétursbréf 3:3, 4; Opinberunarbókina 6:1-8.
milljónir eintaka, svo að hann er öflugt tæki til að koma ‚fagnaðarerindinu um ríkið‘ út um heimsbyggðina. Fagnaðarerindið felur í sér þann boðskap að skapari alheimsins, Jehóva Guð, hafi stofnsett himneskt ríki sem á að eyða hinu illa heimskerfi og koma á paradís á jörð. Táknið um að Guð láti bráðlega til sín taka blasir við og það þýðir að fólk í þessu heimskerfi er í lífshættu. — SamanberHinn ógurlegi dagur Jehóva
Hvað gerist þegar sá tími rennur upp að Jehóva fullnægir dómi sínum? Lestu lýsingu hans sjálfs á því: „Ég mun láta tákn verða á himni og á jörðu: blóð, eld og reykjarstróka. Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur [Jehóva] kemur.“ — Jóel 3:3, 4.
Þessi dagur er yfirvofandi, og hann er ógurlegri en nokkurt eldgos eða jarðskjálfti. Spámaðurinn Sefanía segir: „Hinn mikli dagur [Jehóva] er nálægur, hann er nálægur og hraðar sér mjög. . . . Allt landið [skal] eyðast fyrir eldi vandlætingar hans. Því að tortíming, já bráða eyðing býr hann öllum þeim, sem á jörðunni búa.“ Enda þótt ‚hvorki silfur né gull fái frelsað þá á reiðidegi Jehóva‘ er opin undankomuleið á þessum ógurlega degi. — Sefanía 1:14-18.
Sefanía bendir á hver hún sé: „Áður en þér verðið eins og fjúkandi sáðir, áður en hin brennandi reiði [Jehóva] kemur yfir yður, áður en reiðidagur [Jehóva] kemur yfir yður. Leitið [Jehóva], allir þér hinir auðmjúku í landinu, . . . ástundið réttlæti, ástundið auðmýkt, vera má að þér verðið faldir á reiðidegi [Jehóva].“ (Sefanía 2:2, 3) Við getum leitað skjóls með því að ‚leita Jehóva, ástunda réttlæti og ástunda auðmýkt.‘ Hverjir leita Jehóva nú á dögum?
Eflaust seturðu orðið „Jehóva“ í samband við votta Jehóva því að þeir standa fyrir öflugu prédikunarstarfi. Líklega hefurðu fengið þetta tímarit frá einhverjum þeirra. Þeir eru þekktir fyrir gott siðferði og heiðarlegt líferni. Þeir leggja sig fram um að íklæðast ‚hinum nýja manni‘ og auðmýkt er eitt af því sem einkennir hann. (Kólossubréfið 3:8-10) Þeir viðurkenna fúslega að það megi rekja þetta til þeirrar menntunar sem þeir fá í sýnilegu skipulagi Jehóva og söfnuðum þess um heim allan. Já, þú getur leitað skjóls hjá ‚bræðrafélaginu‘ sem ríkir meðal votta Jehóva alls staðar í heiminum. — 1. Pétursbréf 5:9.
Leitaðu hælis núna
Við þurfum að vera vinir Jehóva til að leita skjóls hjá honum. Hvað felur það í sér? Biblían svarar: „Vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gjörir sig að óvini Guðs.“ (Jakobsbréfið 4:4) Til að vera vinir Guðs þurfum við að slíta öll tilfinningatengsl við hinn núverandi illa heim sem er í uppreisn gegn Guði.
Biblían hvetur: „Elskið ekki heiminn, ekki heldur þá hluti, sem í heiminum eru. Sá sem elskar heiminn, á ekki í sér kærleika til föðurins. Því að allt það, sem í heiminum er, fýsn holdsins og fýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föðurnum, heldur er það frá heiminum. Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, en sá, sem gjörir Guðs vilja, varir að eilífu.“ (1. Jóhannesarbréf 2:15-17) Flestir láta langanir holdsins ráða gerðum sínum — taumlausa löngun í kynlíf, fégræðgi og misnotkun valds. En til að standa Jehóva megin þurfum við að vinna bug á slíkum löngunum. — Kólossubréfið 3:5-8.
Kannski hefurðu lesið þetta tímarit af og til og ert sammála skýringu þess á biblíuspádómunum. Hins vegar hikar þú við að stíga skrefi lengra og tengjast söfnuði votta Jehóva. En þegar náttúruhamfarir eru yfirvofandi er ekki nóg að heyra viðvaranirnar.
Eins og eldgosið í Fúgenfjalli er gott dæmi um er nauðsynlegt að fara eftir þeim líka. Að minnsta kosti 15 fréttamenn og myndatökumenn ætluðu sér að vera fyrstir með fréttirnar en týndu lífi. Einn ljósmyndari var með fingurinn á tökuhnappnum þegar hann dó. Eldfjallafræðingur hafði einhvern tíma sagt að hann vildi deyja á eldfjalli ef hann þyrfti að deyja — og honum varð að ósk sinni. Allt þetta fólk sinnti starfi sínu og áhugamálum af miklu kappi en galt fyrir með lífinu. Það reyndist því dýrkeypt að taka ekki mark á viðvörunum.Margir heyra boðskapinn um þá ákvörðun Guðs að eyða hinu illa heimskerfi og gera sér einhverja grein fyrir því að viðvörunin eigi rétt á sér. ‚Kannski gerist þetta einhvern tíma,‘ hugsa þeir, ‚en ekki í dag.‘ Þeir skjóta degi Jehóva á frest svo að þeir þurfi ekki að slíta sig frá því sem þeim finnst mikilvægara þá stundina.
Barúk átti við þennan vanda að stríða. Hann var ritari Jeremía spámanns og varaði Ísraelsmenn hugrakkur við yfirvofandi dómi. En einu sinni varð hann uppgefinn á starfi sínu. Jehóva leiðrétti hann og sagði: „Þú ætlar þér mikinn hlut! Girnst það eigi!“ Hvort sem um var að ræða auð, frama eða fjárhagsöryggi átti Barúk ekki að ‚ætla sér mikinn hlut.‘ Hann átti að hafa áhuga á því einu að gera vilja Guðs og hjálpa fólki að standa hans megin. Þá myndi hann ‚fá líf sitt að herfangi.‘ (Jeremía 45:1-5) Við ættum ekki að ‚ætla okkur mikinn hlut‘ heldur leita Jehóva sem getur orðið til þess að við björgum lífi okkar.
Á annan tug lögregluþjóna og slökkviliðsmanna í sjálfboðasveitum voru á vakt þegar ofurheit gjóskan skall á þeim. Þeir voru að reyna að vernda fólk sem var í hættu. Það má segja að þeir líkist velviljuðu fólki sem er upptekið af því að bæta þennan heim. Enda þótt markmið þess séu göfug ‚getur hið bogna ekki orðið beint.‘ (Prédikarinn 1:15) Það er engin leið að bæta þetta „bogna“ heimskerfi sem við lifum í. Er skynsamlegt að gera sig að ‚vini heimsins‘ með því að reyna að bjarga heimskerfi sem Guð er ákveðinn í að afnema?
Haltu þig utan hættusvæðis eftir að þú ert flúinn
Það er eitt að flýja af hættusvæði en annað að halda sig á verndarsvæði ‚bræðrafélagsins.‘ (1. Pétursbréf 2:17) Gleymum ekki bændunum sem yfirgáfu heimili sín við rætur Fúgenfjalls en sneru þangað aftur til að líta eftir ökrunum. Eflaust hafa þeir verið óþreyjufullir að taka aftur upp „eðlilegt“ líf. En það var óviturlegt af þeim að snúa aftur til heimkynna sinna. Kannski var þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir fóru inn á hættusvæðið. Vera má að þeir hafi skroppið inn fyrir áður án þess að nokkuð kæmi fyrir. Í næsta skipti stöldruðu þeir svolítið lengur við án þess að nokkuð gerðist. Sennilega hafa þeir fljótlega vanist því að fara yfir öryggislínuna og fengið dirfsku til að dveljast lengur inni á svæðinu.
Jesús Kristur sagði að eitthvað svipað myndi eiga sér stað á endalokatíma veraldar. Hann sagði: „Dagana fyrir flóðið átu menn og drukku, kvæntust og giftust allt til þess dags, er Nói gekk í örkina. Og þeir vissu ekki, fyrr en flóðið kom og hreif þá alla burt. Eins verður við komu Mannssonarins.“ — Matteus 24:3, 38, 39.
Við tökum eftir að Jesús minntist á mat, drykk og hjónaband. Ekkert af þessu er í sjálfu sér rangt í augum Jehóva. Hvað var þá að? Fólkið á dögum Nóa ‚vissi ekki‘ hvað var í aðsigi af því að lífið gekk sinn vanagang og enginn gaf gaum að öðru. Það er ekki hægt að lifa „eðlilegu“ lífi á neyðarstund. Eftir að maður er flúinn frá hinum dæmda heimi með því að aðgreina sig frá 1. Korintubréf 7:31) Það er kannski hægt að ráfa út af hinu andlega verndarsvæði og koma óskaddaður til baka án þess að nokkur veiti því athygli. En það er líklegt að það veiti manni dirfsku til að skreppa aftur út í heiminn og staldra við ögn lengur. Áður en varir er maður farinn að hugsa sem svo að endirinn komi ekki í dag.
honum verður maður að berjast gegn sérhverri löngun til að notfæra sér það sem hann hefur upp á að bjóða. (Og hugsaðu þér leigubílstjórana þrjá sem fórust meðan þeir biðu eftir fréttamönnunum og myndatökumönnunum og gjóskan kom æðandi niður fjallshlíðina. Sumir elta aðra sem hafa vogað sér aftur út í heiminn. Hver sem ástæðan er má ljóst vera að það er ekki áhættunnar virði að láta telja sig á að fara aftur inn á hættusvæðið.
Allir sem fórust í Fúgengosinu höfðu farið yfir öryggislínuna og voru komnir inn á hættusvæði. Þeir bjuggust sjálfsagt við að eldfjallið gysi einhvern tíma en enginn ímyndaði sér að það myndi gerast á þessum degi. Margir fylgjast með endalokatákni þessa heimskerfis og gera ráð fyrir að dagur Jehóva renni einhvern tíma upp en líklega ekki í bráð. Sumir ímynda sér kannski að dagurinn geti aldrei verið „í dag.“ Þetta er hættulegur hugsunarháttur.
Pétur postuli varar við að ‚dagur Jehóva komi sem þjófur.‘ Við verðum að halda vöku okkar, ‚vænta eftir og flýta fyrir komu Guðs dags‘ og gera okkar ítrasta til að „vera flekklausir og lýtalausir frammi fyrir honum í friði.“ (2. Pétursbréf 3:10-14) Eftir að núverandi illu heimskerfi hefur verið eytt tekur við paradís á jörð sem Guðsríki stjórnar. Freistumst aldrei til að fara inn á hættusvæðið af nokkru tilefni því að dagurinn, sem við förum yfir öryggislínuna, gæti verið dagur Jehóva.
Leitaðu hælis hjá fólki Jehóva og haltu þig þar.
[Mynd á blaðsíðu 7]
Leitaðu hælis hjá fólki Jehóva og haltu þig þar.
[Mynd credit line á blaðsíðu 4]
Iwasa/Sipa Press