Velgengni byggð á þrautseigju
Velgengni byggð á þrautseigju
ÞRAUTSEIGJA er orðin sjaldgæf. Margir halda að velgengni byggist aðallega á því að vera á réttum stað á réttum tíma. Og það er varla hægt að áfellast fólk fyrir að hugsa þannig. Fjölmiðlarnir eru fullir af auglýsingaslagorðum sem hamra á því leynt og ljóst að það sé hægt að eignast næstum hvað sem augað girnist ef maður leggur bara örlítið meira á sig og borgar svolítið meira. Dagblöðin eru full af sögum af fólki sem slær í gegn á einni nóttu og undrabörnum í atvinnulífinu sem þéna milljónir nýskriðin úr skóla.
Dálkahöfundurinn Leonard Pitts segir mæðulega: „Vandinn við það að ná langt er sá að í þjóðfélagi, sem er gagntekið af skynhrifum, virðist það vera hreinn barnaleikur. . . . Það lítur út eins og hver sem er geti gert þetta ef hann kann bara réttu brellurnar, hefur hæfileikana eða fær hjálp af himnum ofan.“
Hvað er þrautseigja?
Þrautseigja felur í sér seiglu og einbeitni í andstreymi, að gefast ekki upp í mótbyr. Biblían leggur áherslu á að þetta sé mikilvægur eiginleiki. Hún hvetur okkur til dæmis til ‚að halda áfram að leita fyrst Guðsríkis,‘ ‚að halda áfram að knýja dyra og þá verði lokið upp fyrir okkur,‘ að vera „staðfastir í bæninni“ og ‚halda því sem gott er.‘ — Matteus 6:33, NW; Lúkas 11:9, NW; Rómverjabréfið 12:12; 1. Þessaloníkubréf 5:21.
Orðskviðirnir 24:16 segja: „Sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur aftur upp.“ Þrautseigur maður gefst ekki upp heldur „stendur aftur upp,“ ‚heldur áfram‘ og reynir á ný ef honum mistekst eða hann ‚hrasar.‘
Þrautseigja felst meðal annars í því að taka óhjákvæmilegum skakkaföllum.En margir eru óviðbúnir erfiðleikum og skakkaföllum. Þeir hafa aldrei byggt upp úthald og þol og gefast fljótt upp. „Allt of margir skaða sjálfa sig þegar þeim mistekst,“ segir rithöfundurinn Morley Callaghan. „Þeir sökkva sér niður í sjálfsmeðaumkun, kenna öllum öðrum um, verða beiskir og . . . gefast upp.“
Þetta er miður. „Við gleymum að þrekraunir og mótlæti hafa sitt gildi,“ segir Pitts. Hvaða gildi? „Manni lærist að mistök eru ekki banvæn og ósigur ekki eilífur,“ segir hann. „Maður öðlast innsæi. Maður verður viðbúinn.“ Biblían orðar það stutt og laggott: „Af öllu striti fæst ágóði.“ — Orðskviðirnir 14:23.
Það getur auðvitað verið erfitt að komast af stað á nýjan leik eftir afturkipp. Stundum virðast óyfirstíganlegar hindranir vera í veginum. Okkur finnst við ekki færast spönn í átt að markinu heldur fjarlægjast það ef eitthvað er. Okkur finnst við ofurliði borin og duglaus, og við missum kjarkinn eða fáum þunglyndiskast. (Orðskviðirnir 24:10) En Biblían hvetur okkur: „Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp.“ — Galatabréfið 6:9.
Hvernig getum við sýnt þrautseigju?
Fyrsta skref þrautseigjunnar er það að setja sér verðug markmið sem við getum náð. Páll postuli skildi það mætavel. Hann sagði Korintumönnum: „Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær.“ Hann vissi að hann yrði að hafa skýr markmið ef hann vildi ná árangri, alveg eins og hlaupari sem leggur sig allan fram við að komast í mark. „Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau,“ hvatti hann. (1. Korintubréf 9:24, 26) Hvernig getum við gert það?
„Kænn maður athugar fótmál sín,“ segja Orðskviðirnir 14:15. Það er viturlegt að endurmeta áætlanir sínar af og til og spyrja sig hvert maður stefni og hvort maður þurfi að gera einhverjar breytingar. Við þurfum að hafa skýrt í huga hverju við viljum áorka og hvers vegna. Við gefumst síður upp ef við höfum hið endanlega markmið skýrt í huga. „Augu þín líti beint fram,“ hvetur innblásinn orðskviður, svo að „allir vegir þínir séu staðfastir.“ — Orðskviðirnir 4:25, 26.
Eftir að markmiðin eru orðin ljós þarftu að átta þig á því hvernig þú ætlar að ná þeim. Jesús spurði: „Hver yðar sest ekki fyrst við, ef hann ætlar að reisa turn, og reiknar kostnaðinn?“ (Lúkas 14:28) Hjóna- og fjölskylduráðgjafi segir: „Ég hef tekið eftir því að fólk, sem vegnar vel, skilur greinilega sambandið milli orsaka og afleiðinga í lífi sínu. Það skilur að ef það langar í eitthvað þarf það að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að eignast það.“ Við einbeitum okkur betur að markmiðinu ef við skiljum vel hvað við þurfum að gera til að ná því. Og þá eigum við líka auðveldara með að endurskipuleggja aðgerðir ef við verðum fyrir bakslagi. Slík greining á markmiðum og leiðum var forsendan fyrir því að Orville og Wilbur Wright tókst að lokum það sem þeir ætluðu sér.
Þegar við verðum fyrir bakslagi skulum við gera okkar besta til að sjá það í réttu ljósi og líta á það sem lærdómsríka reynslu. Brjóttu ástandið til mergjar, skilgreindu hvað fór úrskeiðis og leiðréttu svo mistökin eða bættu það sem aflaga fór. Það er gott að ræða málið við aðra því að „vel ráðin áform fá framgang.“ (Orðskviðirnir 20:18) Með því að leggja þig fram aflarðu þér færni og reynslu sem stuðlar um síðir að árangri.
Filippíbréfið 3:16) Kennslufræðingur orðaði það þannig að ‚hófsemi og stefnufesta um nokkurt skeið skili verulegum árangri.‘ Hinn þekkta dæmisaga Esóps um skjaldbökuna og hérann sýnir þetta vel. Skjaldbakan sigraði í kapphlaupinu þótt hún færi miklu hægar yfir en hérinn. Af hverju? Af því að skjaldbakan var stefnuföst og öguð. Hún hætti ekki í miðjum klíðum heldur valdi raunhæfan hraða og hélt sínu striki uns hún náði í mark. Skipulagður og staðfastur maður sækir á jafnt og þétt. Hann hefur áhuga á því sem hann er að gera og það minnkar líkurnar á að hann falli úr hlaupinu, ef svo má að orði komast. ‚Hlauptu þannig‘ að þú náir í mark.
Þriðji nauðsynlegi þátturinn í þrautseigju er stefnuföst viðleitni. Páll postuli hvetur: „Fyrir alla muni skulum vér ganga þá götu, sem vér höfum komist á.“ (Að velja sér verðug markmið
Til að þrautseigja sé einhvers virði þurfa markmiðin auðvitað að vera verðug. Margir keppa eftir hlutum sem veita þeim ekki hamingju. En Biblían segir: „Sá sem skyggnist inn í hið fullkomna lögmál frelsisins og heldur sér við það . . . hann mun sæll verða í verkum sínum.“ (Jakobsbréfið 1:25) Það er mjög svo verðugt markmið að nema Biblíuna til að skilja lög Guðs. Af hverju? Af því að lög Guðs eru byggð á fullkomnum og réttlátum mælikvarða hans. Hann er skapari okkar og veit mætavel hvað er okkur fyrir bestu. Ef við höldum þrautseig áfram að kynna okkur fyrirmæli Guðs og fara eftir þeim verður það okkur til hamingju. „Treystu [Jehóva] af öllu hjarta . . . Mundu til hans á öllum þínum vegum, þá mun hann gjöra stigu þína slétta,“ lofa Orðskviðirnir 3:5, 6.
Jesús sagði að „hið eilífa líf“ byggðist á því að afla sér þekkingar á sjálfum honum og Guði. (Jóhannes 17:3) Biblíuspádómarnir gefa til kynna að við lifum á „síðustu dögum“ þessa heimskerfis. (2. Tímóteusarbréf 3:1-5; Matteus 24:3-13) Bráðlega mun ríki Guðs, sem er réttlát stjórn hans, krefjast viðurkenningar á yfirráðum sínum yfir jarðarbúum. (Daníel 2:44; Matteus 6:10) Þessi stjórn mun veita öllum hlýðnum mönnum frið, velmegun og velferð sem á sér engan samjöfnuð. (Sálmur 37:10, 11; Opinberunarbókin 21:4) „Guð fer ekki í manngreinarálit,“ segir Postulasagan 10:34. Öllum er boðið að njóta góðs af því sem hann gerir.
Biblían er innihaldsrík og viskuþrungin þótt forn sé. Það kostar tíma og fyrirhöfn að skilja hana. En með hjálp Guðs getum við lokið henni upp — ef við erum þrautseig í þekkingarleitinni. (Orðskviðirnir 2:4, 5; Jakobsbréfið 1:5) Það getur auðvitað verið þrautin þyngri að fara eftir því sem við lærum. Við getum þurft að leiðrétta hugsun okkar eða hegðun. Velviljaðir vinir eða ættingjar eru kannski mótfallnir því að við séum að kynna okkur Biblíuna. Við þurfum því að vera þrautseig. Páll postuli minnir okkur á að Guð gefi þeim eilíft líf sem sýna „staðfestu í góðu verki.“ (Rómverjabréfið 2:7) Vottar Jehóva eru reiðubúnir að hjálpa þér að ná þessu marki.
Þú mátt treysta að þér vegni vel ef þú heldur áfram með þrautseigju að fræðast um Guð og vilja hans og ferð eftir því sem þú lærir. — Sálmur 1:1-3.
[Mynd á blaðsíðu 6]
Þér vegnar vel ef þú heldur áfram með þrautseigju að fræðast um Guð og vilja hans.
[Mynd credit line á blaðsíðu 4]
Culver Pictures