Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

(Frá vinstri til hægri): Marcelo, Yomara og Hiver. Þau halda öll á eintaki af Nýheimsþýðingunni á spænsku blindraletri.

Þau sáu kærleika í verki

Þau sáu kærleika í verki

YOMARA og bræður hennar, Marcelo og Hiver, búa í litlu þorpi í Gvatemala. Yomara byrjaði að rannsaka Biblíuna með vottunum og síðar fylgdu bræður hennar í kjölfarið. En það var eitt vandamál. Þau eru öll blind og kunnu ekki að lesa blindraletur. Biblíukennarinn þeirra las því námsefnið og biblíuversin fyrir þau.

Það var líka erfitt fyrir þau að sækja samkomur. Þau höfðu ekki möguleika á að fara þá 40 mínútna leið sem var til næsta ríkissalar. En bræðurnir í söfnuðinum gerðu ráðstafanir til að hjálpa þeim að komast á allar samkomur. Og þegar systkinin fengu verkefni á samkomu í miðri viku hjálpuðu bræður og systur þeim að leggja þau á minnið.

Í maí 2019 var byrjað að halda samkomur í þorpinu þeirra. Þá höfðu brautryðjendahjón flust þangað. Þau settu sér það markmið að kenna systkinunum að lesa og skrifa blindraletur enda þótt hjónin kynnu það ekki sjálf. Þau fóru á bókasafn til að lesa um blindraletur og skoða aðferðir til að kenna það.

Marcelo svarar á safnaðarsamkomu.

Eftir fáeina mánuði gátu systkinin þrjú auðveldlega lesið blindraletur og það gerði þeim kleift að taka enn meiri framförum í trúnni. a Núna eru Yomara, Marcelo og Hiver brautryðjendur. Marcelo er safnaðarþjónn. Þau eru upptekin í þjónustu Jehóva alla vikuna. Ákafi þeirra smitar aðra.

Systkinin þrjú eru þakklát fyrir kærleiksríkan stuðning safnaðarins. „Alveg frá því við hittum vottana fyrst hafa þeir sýnt okkur sannan kristinn kærleika,“ segir Yomara. „Við eigum frábæra vini í söfnuðinum okkar og erum hluti af alþjóðlegri fjölskyldu sem er sameinuð í kærleika,“ bætir Marcelo við. Yomara og bræður hennar hlakka til þess dags þegar þau munu sjá jörðina breytast í paradís. – Sálm. 37:10, 11; Jes. 35:5.

a Bæklingurinn Learn to Read Braille er skrifaður til að hjálpa þeim sem eru blindir eða sjónskertir að læra að lesa og skrifa blindraletur.