Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þegar makinn er ótrúr

Þegar makinn er ótrúr

„Þegar maðurinn minn sagði að hann væri að fara frá mér fyrir yngri konu langaði mig að deyja. Mér fannst það svo óréttlátt, sérstaklega þegar ég leiddi hugann að öllu sem ég hafði fórnað fyrir hann.“ – Maria frá Spáni.

„Það var eins og eitthvað hefði dáið innra með mér þegar konan mín yfirgaf mig fyrirvaralaust. Allir draumar okkar, vonir og áform urðu að engu. Stundum fannst mér eins og ég væri laus við kvíðann en sökk síðan aftur niður í mikla örvæntingu.“ – Bill frá Spáni.

ÓTRYGGÐ í hjónabandi er skelfileg. Sumir hafa að vísu getað fyrirgefið iðrunarfullum maka og byggt upp sambandið að nýju. * En það fylgir því alltaf mikil sálarangist að uppgötva að makinn hafi verið ótrúr, hvort sem hjónabandið heldur áfram eða ekki. Hvernig er hægt að vinna úr slíkum tilfinningum?

BIBLÍUVERS SEM GETA HJÁLPAÐ

Margir sem hafa verið sviknir af maka sínum hafa fundið huggun í Biblíunni þrátt fyrir sorgina. Þeir hafa komist að raun um að Guð finnur til með þeim og tekur eftir tárum þeirra. – Malakí 2:13-16.

„Þegar áhyggjur þjaka mig hressir huggun þín sál mína.“  Sálmur 94:19.

„Þegar ég las þetta vers sá ég fyrir mér hvernig Jehóva * sefar sársauka minn blíðlega eins og samúðarfullur faðir,“ segir Bill.

„Þú ert trúföstum trúfastur.“  Sálmur 18:26.

„Maðurinn minn sveik mig,“ segir Carmen en maðurinn hennar var henni ótrúr í marga mánuði. „En ég gat treyst Jehóva. Hann myndi aldrei bregðast mér.“

„Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni ... Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar.“  Filippíbréfið 4:6, 7.

„Ég las þessi vers aftur og aftur,“ segir Sasha. „Guð gaf mér meiri hugarfrið eftir því sem ég bað meira til hans.“

Þau sem vitnað er í hér á undan voru stundum við það að gefast upp. En þau treystu á Jehóva Guð og sóttu styrk í Biblíuna. Bill lýsir því þannig: „Trúin gaf lífi mínu tilgang þegar allt annað virtist hrunið. Guð var með mér þó að ég ,færi um dimman dal‘ um tíma.“ – Sálmur 23:4.

^ Frekari umræðu um hvort tilefni sé til að fyrirgefa er að finna í greinasyrpunni „Þegar maki er ótrúr“ í Vaknið! júlí-september 1999.

^ Jehóva er nafn Guðs samkvæmt frummálum Biblíunnar.