Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vissir þú?

Vissir þú?

Hvers vegna fordæmdi Jesús það að sverja eiða?

SAMKVÆMT Móselögunum var viðeigandi að sverja eið við viss tækifæri. Á dögum Jesú varð það hins vegar svo algengt að fólk átti það til að sverja eið að nánast öllu sem það sagði. Það var gert til að auka vægi þess sem sagt var. Jesús fordæmdi hins vegar þessa hégómlegu venju í tvígang. „Þegar þér talið sé já yðar já og nei sé nei,“ sagði hann. – Matt. 5:33-37; 23:16-22.

Í orðabókinni Theological Dictionary of the New Testament er bent á að hægt sé að sjá af Talmúð Gyðinga hversu algengt það var fyrir þá að vinna eið, eða sverja að það sem þeir sögðu væri satt. Í Talmúðinum er nefnilega tekið skýrt fram hvaða eiðar voru álitnir bindandi og hverjir ekki.

Jesús var ekki sá eini sem fordæmdi þennan slæma sið. Gyðingurinn og sagnaritarinn Flavíus Jósefus sagði um einn sértrúarhóp meðal Gyðinga: „Þeir forðast að sverja þar sem þeir telja það verra en að ljúga. Þeir segja að sé einhverjum ekki trúað án þess að hann sverji við Guð er sá hinn sami þegar fordæmdur.“ Í Síraksbók, einni af apókrýfubókum Gyðinga, er tekið í sama streng. Þar segir: „Sá sem svardaga iðkar mun syndga stórum.“ (23:11) Jesús fordæmdi það að sverja eið af litlu tilefni. Ef við segjum alltaf satt ættum við ekki að þurfa að sverja til að við séum tekin trúanleg.