Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Skuldbinding er eins og akkeri sem heldur hjónabandinu stöðugu þegar á móti blæs.

FYRIR HJÓN

1: Skuldbinding

1: Skuldbinding

HVAÐ FELUR HÚN Í SÉR?

Hjón, sem eru skuldbundin hvort öðru, líta á hjónabandið sem varanlegt og það veitir þeim öryggiskennd. Því fylgir ákveðin fullvissa um að ekki slitni upp úr hjónabandinu jafnvel þegar á móti blæs.

Sumum hjónum finnst þau skuldbundin til þess að vera áfram í hjónabandi vegna þrýstings frá fjölskyldu sinni eða samfélaginu. Hins vegar er mun betra ef skuldbindingin byggist á gagnkvæmri ást og virðingu.

MEGINREGLA: „Maðurinn á ekki ... að skilja við konuna.“ – 1. Korintubréf 7:11.

„Ef þú ert skuldbundinn maka þínum móðgastu ekki of auðveldlega. Þú ert fljótur að fyrirgefa og fljótur að biðjast afsökunar. Þú lítur á vandamál sem hindrun en ekki skilnaðarsök.“ – Micah.

HVERS VEGNA ER SKULDBINDING MIKILVÆG?

Þegar hjón, sem líta ekki á hjónabandið sem skuldbindingu, standa frammi fyrir vandamálum gætu þau átt það til að hugsa að þau hafi bara aldrei passað saman og að best væri að skilja.

„Margir ganga í hjónaband með það í huga að þeir geti alltaf yfirgefið skútuna ef illa gengur og skilið. Þeir sem hugsa þannig í upphafi hjónabands hafa í raun ekki skuldbundið sig.“ – Jean.

ÞAÐ SEM ÞÚ GETUR GERT

SJÁLFSRANNSÓKN

Þegar þið eigið í deilum ...

  • sérðu þá stundum eftir að hafa gifst maka þínum?

  • læturðu þig þá dreyma um hvernig væri að vera með einhverjum öðrum?

  • segirðu þá eitthvað eins og: „Ég ætla að fara frá þér,“ eða „Ég ætla að finna einhvern sem kann að meta mig“?

Ef þú svarar einni eða fleirum af þessum spurningum játandi er tímabært fyrir þig að bæta viðhorf þitt.

RÆDDU VIÐ MAKA ÞINN

  • Hefur skuldbindingin í hjónabandinu dvínað? Ef svo er, hvers vegna?

  • Hvernig getum við styrkt skuldbindinguna okkar á milli?

RÁÐ

  • Gefðu maka þínum af og til lítið ástarbréf.

  • Sýndu að þú ert skuldbundin maka þínum með því að hafa mynd af honum á skrifborðinu þínu í vinnunni.

  • Vertu í sambandi við maka þinn á hverjum degi hvort sem þú ert í vinnu eða annars staðar.

MEGINREGLA: „Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja.“ – Matteus 19:6.