Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | VARÐVEITUM FRIÐINN Á HEIMILINU

Heimiliserjur – hvað veldur þeim?

Heimiliserjur – hvað veldur þeim?

„VIÐ rífumst vanalega út af fjármálunum,“ segir Sarah * sem er frá Gana og hefur verið gift Jacob í 17 ár. Hún segir: „Ég verð reið vegna þess að Jacob talar aldrei við mig um fjármálin þó að ég leggi mitt af mörkum til heimilisins. Það veldur því að við tölumst ekki við svo vikum skiptir.“

„Stundum tölum við reiðilega hvort til annars,“ samsinnir Jacob. „Það gerist yfirleitt vegna þess að við misskiljum hvort annað eða tölum ekki almennilega saman. Okkur greinir líka stundum á af því að við gerum of mikið úr hlutunum.“

Nathan, sem er nýgiftur og býr á Indlandi, lýsir því sem gerðist dag einn þegar tengdafaðir hans öskraði á konuna sína. „Tengdamóðir mín móðgaðist og rauk út,“ segir hann. „Þegar ég spurði hann hvers vegna hann hefði öskrað svona á hana fannst honum ég vera að tala niður til sín. Áður en ég vissi af var hann farinn að öskra á okkur öll.“

Þú hefur sennilega tekið eftir að óheppileg orð á röngum tíma geta valdið miklum erjum á heimilinu. Eðlilegar rökræður geta fljótt snúist upp í hörkurifrildi. Engum tekst að hafa svo fulla stjórn á tali sínu að hann segi aldrei neitt sem aðrir geta misskilið eða mistúlkað. Engu að síður er mögulegt að njóta friðar og einingar á heimilinu.

Hvað er til ráða þegar hörkurifrildi er í uppsiglingu? Hvað geturðu gert til að koma aftur á friði og ró á heimilinu? Hvernig geta fjölskyldur viðhaldið friði á heimilinu? Næstu greinar fjalla um það.

^ gr. 3 Sumum nöfnum í þessum greinum er breytt.