Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI

Hvernig kviknaði lífið?

Hvernig kviknaði lífið?

Hvernig myndirðu ljúka við eftirfarandi setningu?

LÍFIÐ VARÐ TIL VIÐ ․․․․․.

  1. ÞRÓUN

  2. SKÖPUN

SUMIR reikna kannski með því að vísindalega sinnað fólk velji „þróun“ og að trúað fólk velji „sköpun“.

En sú er ekki alltaf raunin.

Staðreyndin er sú að margt vel menntað fólk – þar á meðal fjöldi vísindamanna – efast um áreiðanleika þróunarkenningarinnar.

Gerard er einn af þeim. Hann er prófessor í skordýrafræði og lærði um þróunarkenninguna í háskóla. Hann segir: „Þegar ég fór í próf svaraði ég eins og kennararnir vildu heyra – ekki eftir eigin sannfæringu.“

Hvers vegna á jafnvel vísindalega sinnað fólk erfitt með að trúa því að lífið hafi orðið til við þróun? Til að fá svar við því skaltu hugleiða tvær spurningar sem valda mörgum vísindamönnum heilabrotum: (1) Hvernig varð lífið til? og (2) Hvernig tók lífið á sig núverandi mynd?