Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Úr ýmsum áttum

Úr ýmsum áttum

ÍSRAEL, JÓRDANÍA OG PALESTÍNA

Vatnsyfirborð Dauðahafsins lækkar sem nemur um einum metra á ári. Sumir óttast að vatnið þorni alveg upp fyrir árið 2050. Yfirvöld leitast við að finna lausn á vandanum. Ein hugmyndin er sú að skilja salt frá vatni úr Rauðahafinu, nota ósalta vatnið sem drykkjarvatn og veita saltlausninni í Dauðahafið. Sumir óttast að þetta muni raska einstöku vistkerfi Dauðahafsins.

ÞÝSKALAND

Á jóladag fá sjúkrahús til sín um þriðjung fleiri sjúklinga, sem hafa fengið hjartaáfall, samanborið við aðra daga ársins. Þetta kemur fram í könnun sem tryggingafyrirtæki stóð fyrir. Fyrirtækið telur helstu orsakirnar vera aukna streitu sem fylgir jólagjafainnkaupum og óhóflegar væntingar fjölskyldu og vina.

BRETLAND

Breskir vísindamenn hafa komist að því að íslensk kúfskel, sem í fyrstu var talin um 405 ára gömul, var í raun 507 ára þegar hún drapst óvart árið 2006. Þar með var þetta skeldýr langlífasta dýr * sem vitað er um. Dýrið drapst þegar það var fryst til að hægt væri að flytja það á rannsóknarstofu.

RÓMANSKA-AMERÍKA OG EYJAR KARÍBAHAFS

Fulltrúar 33 ríkja Rómönsku-Ameríku og Karíbahafs hittust á ráðstefnu í Havana á Kúbu snemma á síðasta ári. Ríkin lýstu öll yfir að lönd þeirra yrðu ,friðarsvæði‘ og samþykktu að leysa úr ágreiningsmálum sínum með friðsömum hætti. Meðal viðstaddra á ráðstefnunni var Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.

^ gr. 7 Hér eru undanskildar lífverur sem vaxa í þyrpingum eða hópum. Kórallar eru til dæmis taldir hafa lifað í mörg þúsund ár.