Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrir fjölskylduna

Fyrir fjölskylduna

Fyrir fjölskylduna

Hvað vantar á myndina?

Lestu 2. Konungabók 5:1, 9-16, 20-27. Skoðaðu síðan myndina. Hvað vantar á hana? Skrifaðu svörin á línurnar hér að neðan. Dragðu línu á milli punktanna til að klára myndina og litaðu svo það sem þú teiknaðir.

1. ․․․․․

2. ․․․․․

3. ․․․․․

[Skýringarmynd]

(Sjá rit)

TIL UMRÆÐU:

Hverju laug Gehasí? Nefndu tvennt.

VÍSBENDING: Lestu 2. Konungabók 5:22, 25.

Hver vissi að Gehasí hafði logið?

VÍSBENDING: Lestu 2. Konungabók 5:25, 26; 2. Kroníkubók 16:9; Hebreabréfið 4:13.

Hvers vegna ættirðu ekki að ljúga?

VÍSBENDING: Lestu Orðskviðina 12:22; Jóhannes 8:44.

GERIÐ ÞETTA SAMAN:

Lesið frásöguna í Biblíunni. Ef hægt er ætti einn að vera sögumaður, annar að lesa fyrir Elísa, sá þriðji fyrir Naaman og þjóna hans, og sá fjórði fyrir Gehasí.

Safnaðu spilunum

Klipptu út, brjóttu saman og geymdu.

BIBLÍUSPIL 5 ABRAHAM

SPURNINGAR

A. Hvað var Abraham gamall þegar Ísak, sonur hans, fæddist?

B. Hverju lofaði Jehóva Abraham?

C. Fylltu í eyðuna. Abraham hafði sterka trú og sýndi hana í verki og var þess vegna kallaður ․․․․․.

[Tafla]

4026 f.Kr. Adam skapaður

Var uppi um 1900 f.Kr.

1 e.Kr.

98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð

[Kort]

Flutti frá Úr til Kanaans.

Úr

Harran

KANAAN

ABRAHAM

HVER VAR HANN?

Hann var trúfastur maður sem framfylgdi vilja Jehóva þó að það þýddi að hann yrði að yfirgefa blómlegu borgina Úr og vissi ekki hvar hann myndi búa. (Hebreabréfið 11:8-10) Hann kenndi fjölskyldu sinni að „gefa gætur að vegi Drottins og iðka rétt og réttlæti“. (1. Mósebók 18:19) Í Biblíunni er hann kallaður „faðir allra þeirra sem trúa“. – Rómverjabréfið 4:11.

SVÖR

A. Hann var hundrað ára. – 1. Mósebók 21:5.

B. Að allar þjóðir heims myndu hljóta blessun af niðjum hans. – 1. Mósebók 22:16-18.

C. „vinur Guðs“. – Jakobsbréfið 2:21-24.

BIBLÍUSPIL 6 ABEL

SPURNINGAR

A. Hver myrti Abel?

B. Hvernig leit Jehóva á Abel og fórn hans?

C. Fylltu í eyðuna. Abel starfaði sem ․․․․․.

[Tafla]

4026 f.Kr. Adam skapaður

Var uppi um 3900 f.Kr.

1 e.Kr.

98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð

[Kort]

Bjó fyrir utan Edengarðinn.

Edengarðurinn?

ABEL

HVER VAR HANN?

Hann var annar sonur Adams og Evu og fyrsti trúfasti maðurinn sem nefndur er í Biblíunni. Abel sýndi að hann vildi þóknast Guði með því að færa honum fórn sem hann yrði ánægður með. Í Biblíunni stendur ekkert sem Abel sagði, en með lífi sínu og trú er hann okkur góð fyrirmynd. – 1. Mósebók 4:1-11; Hebreabréfið 11:4.

SVÖR

A. Kain, bróðir hans. – 1. Jóhannesarbréf 3:11, 12.

B. Með velþóknun. – 1. Mósebók 4:4.

C. hjarðmaður. – 1. Mósebók 4:2.

BIBLÍUSPIL 7 PÉTUR

SPURNINGAR

A. Af hverju tók Pétur að sökkva?

B. Er þetta rétt eða rangt? Pétur var einhleypur.

C. Þegar trúarleiðtogarnir sögðu postulunum að hætta að kenna svöruðu Pétur og hinir postularnir: „Framar ber . . . “

[Talfa]

4026 f.Kr. Adam skapaður

1 e.Kr.

Var uppi á fyrstu öld

98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð

[Kort]

Bjó í Betsaídu og Kapernaúm.

GALÍLEA

Kapernaúm

Betsaída

Galíleuvatn

PÉTUR

HVER VAR HANN?

Hann var dugnaðarfiskimaður og einn af fyrstu lærisveinum Jesú. Pétur var einn postulanna 12 sem Jesús valdi og sendi síðan út til að prédika. Í guðspjöllunum fjórum er vitnað meira í orð Péturs en nokkurra hinna postulanna. Hann prédikaði af miklum krafti og Jehóva notaði hann einnig til að styrkja trúsystkini sín. – Lúkas 22:32; Markús 3:13-19.

SVÖR

A. Hann fór að efast. – Matteus 14:28-31.

B. Rangt. – Markús 1:29-31; Jóhannes 1:42; 1. Korintubréf 9:5.

C. „ . . . að hlýða Guði en mönnum.“ – Postulasagan 5:18, 27-29.

BIBLÍUSPIL 8 HISKÍA

SPURNINGAR

A. Hvað var Hiskía gamall þegar hann varð konungur í Júda?

B. Hve mörgum árum bætti Jehóva við ævi Hiskía fyrir kraftaverk?

C. Fylltu í eyðuna. Hiskía bað til Jehóva og sýndi tryggð við hann. Þess vegna sendi Jehóva engil sem deyddi ․․․․․ assýrska hermenn.

[Tafla]

4026 f.Kr. Adam skapaður

Var uppi um 700 f.Kr.

1 e.Kr.

98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð

[Kort]

Bjó í Jerúsalem.

ASSÝRÍA

Jerúsalem

HISKÍA

HVER VAR HANN?

Hann var trúfastur konungur sem gerði við musterið og opnaði það að nýju. Hann eyddi hlutum sem tengdust falsguðadýrkun og hvatti fólk til að halda páskahátíðina. (2. Konungabók 18:4; 2. Kroníkubók 29:3; 30:1-6) „Hann hélt sér fast við Drottin“ þrátt fyrir slæmt fordæmi föður síns, Akasar konungs. – 2. Konungabók 18:6, Biblían 1981.

SVÖR

A. 25 ára. – 2. Konungabók 18:1, 2.

B. 15 árum. – 2. Konungabók 20:1-6.

C. 185.000. – 2. Konungabók 19:15, 19, 35, 36.

Svörin er að finna á bls. 20.

LAUSN MYNDGÁTU Á BLS. 29

1. Vagn Naamans.

2. Pokar fullir af silfri.

3. Hátíðarklæði.