Fyrir fjölskylduna
Fyrir fjölskylduna
Hvað er athugavert við myndina?
Lestu Jóhannes 6:5-13. Hvað er athugavert við myndina? Skrifaðu svörin hér fyrir neðan og litaðusvo myndina.
1. ․․․․․
2. ․․․․․
3. ․․․․․
TIL UMRÆÐU:
Hverju þurftu lærisveinar Jesú að safna saman og af hverju? Hvað segir þetta okkur um Jesú? Hvað geturðu gert til að sóa engu að óþörfu?
GERIÐ ÞETTA SAMAN:
Lesið frásöguna í Biblíunni. Ef hægt er ætti einn að vera sögumaður, annar að lesa fyrir Jesú, sá þriðji fyrir Filippus og sá fjórði fyrir Andrés.
Safnaðu spilunum
Klipptu út, brjóttu saman og geymdu.
BIBLÍUSPIL 1 JÓSÚA
SPURNINGAR
A. Hvernig féllu múrar Jeríkó?
B. Endaðu setninguna: „Ég og mínir ættmenn . . .“
C. Hvaða öðru nafni hafði Jósúa verið nefndur?
[Tafla]
4026 f.Kr. Adam skapaður
Var uppi á 16. og 15. öld f.Kr.
1 e.Kr.
98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð
[Kort]
Fór frá Egyptalandi til fyrirheitna landsins
FYRIRHEITNA LANDIÐ
EGYPTALAND
JÓSÚA
HVER VAR HANN?
Hann var sonur Núns. Hann þjónaði Móse og var síðar meir útnefndur leiðtogi Ísraelsþjóðarinnar. (2. Mósebók 33:11; 5. Mósebók 34:9; Jósúabók 1:1, 2) Jósúa var hugrakkur maður og leiddi þjóð Guðs inn í fyrirheitna landið. Hann treysti loforðum Jehóva, fór eftir leiðbeiningum hans og var trúr þjónn hans.
SVÖR
A. Jósúa og herinn hlýddu Guði og gengu umhverfis borgina. — Jósúabók 6:1-27.
B. „ . . . munum þjóna Drottni.“ — Jósúabók 24:15.
C. Hósea. — 4. Mósebók 13:8, 16.
BIBLÍUSPIL 2 DANÍEL
SPURNINGAR
A. Af hverju var Daníel kastað í ljónagryfjuna?
B. Hver voru hebresk nöfn þriggja vina Daníels?
C. Undir stjórn hvaða tveggja erlendu ríkja starfaði Daníel?
4026 f.Kr. Adam skapaður
Var uppi um 600 f.Kr.
1 e.Kr.
98 e.Kr. Síðasta bók Biblíunnar skrifuð
[Kort]
Fluttur frá Jerúsalem til Babýlonar
Jerúsalem
Babýlon
DANÍEL
HVER VAR HANN?
Hann var að öllum líkindum prins af ættkvísl Júda. Hann var trúfastur spámaður og honum var innblásið að skrifa biblíubókina sem heitir eftir honum. Líklega var hann unglingur þegar Nebúkadnesar hertók hann og fleiri úr konungsfjölskyldunni. Hann var fluttur til Babýlonar ásamt öðrum tignarmönnum.
SVÖR
A. Hann bað til Jehóva þótt það væri bannað. — Daníel 6:7-18.
B. Hananja, Mísael og Asarja. — Daníel 1:6, 7.
C. Babýlonar og Medíu-Persíu. — Daníel 5:30; 6:9.
● Svörin er að finna á bls. 22.
LAUSN MYNDAGÁTU Á BLS. 30
1. Það á að vera drengur en ekki stúlka sem heldur á körfunni með matnum.
2. Í körfunni eiga að vera fimm brauð en ekki fimm epli.
3. Í körfunni eiga að vera tveir fiskar en ekki tveir maískólfar.