Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Tunga kólibrífuglsins

Tunga kólibrífuglsins

Býr hönnun að baki?

Tunga kólibrífuglsins

● Vísindamenn rannsaka örsmá sýni af blóði, erfðaefni og öðrum efnum á lófastórri glerplötu. Agnarsmáir dropar eru færðir til með örstraumtækni en aðferðirnar, sem notaðar eru, reynast ekki allt of vel. Er til einhver betri aðferð til að flytja vökva en með sogi og dælum eins og notaðar eru núna? Doktor John Bush við Massachusetts Institute of Technology segir að „náttúran sé nú þegar búin að leysa þessi vandamál“.

Hugleiddu þetta: Kólibrífuglinn eyðir ekki orku í að sjúga upp í sig hunangslög úr blómum. Hann notfærir sér öllu heldur samloðunarkraftinn en hann birtist meðal annars í því hvernig vatn perlar á sléttum fleti og virðist bjóða þyngdaraflinu byrginn. Þegar tunga kólibrífuglsins snertir hunangslöginn hefur yfirborð vökvans þau áhrif að tungan hringast saman og myndar örmjóa pípu, og hunangslögurinn sogast síðan eftir pípunni. Það má lýsa því þannig að fuglinn losni við óþarfa erfiði með því að láta hunangslöginn lyfta sjálfum sér upp pípuna í átt að munninum. Kólíbríar geta fyllt tunguna hunangslegi allt að 20 sinnum á sekúndu.

„Sjálfvirkar sogpípur“ sem þessi hafa einnig fundist í einstaka strandfuglum sem nota svipaða aðferð til að drekka vatn. Mark Denny er prófessor við Stanfordháskóla í Kaliforníu. Hann segir: „Þetta er hreinlega frábært samspil verkfræði, eðlisfræði og hagnýtrar stærðfræði . . . Ef maður hefði beðið verkfræðing eða stærðfræðing að hanna aðferð fyrir fugla til að flytja vatn úr nefinu upp í munninn hefði þeim ekki dottið þetta í hug.“

Hvað heldurðu? Fíngerð tunga kólibrífuglsins getur safnað hunangslegi hratt og skilvirkt. Myndaðist hún af tilviljun? Eða var hún hönnuð?

[Mynd á bls. 25]

© Richard Mittleman/Gon2Foto/Alamy