Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hver varð fyrri til?

Hver varð fyrri til?

Hver varð fyrri til?

ÁRIÐ 1973 varð dr. Martin Cooper fyrstur manna til að sýna handbæran farsíma. Hann var búinn rafhlöðu, sendi, viðtæki og örgjörva (dvergtölvu). New York-búar göptu af undrun þegar þeir sáu Cooper tala í síma úti á götu. Þessi nýja uppfinning hefði þó ekki litið dagsins ljós ef Alessandro Volta hefði ekki fundið upp áreiðanlega rafhlöðu árið 1800. Og búið var að finna upp símann árið 1876, útvarpið árið 1895 og tölvuna árið 1946. Örgjörvinn var síðan fundinn upp árið 1971 og þá var loks hægt að smíða farsíma. En spyrja má hvort fjarskipti með flóknum tækjabúnaði hafi verið ný uppfinning.

Mannsröddin er fjarskiptatæki sem flestir ganga að sem sjálfsögðum hlut. Meira en helmingur þeirra milljarða taugunga, sem eru á hreyfisvæði heilans, stjórnar talfærunum, og um það bil 100 vöðvar stýra flóknu samspili tungu, vara, kjálka, háls og brjósts.

Eyrað er líka hluti af þessu sama fjarskiptakerfi. Það breytir hljóðum í rafboð sem heilinn vinnur síðan úr. Heilinn greinir hljóðin þannig að við þekkjum fólk af raddblænum. Heilinn getur líka mælt upp á milljónasta hluta úr sekúndu hve miklu munar á því hvenær eyrun nema hljóðið og reiknað nákvæmlega út hvaðan það kemur. Þetta eru aðeins tveir þættir sem gera okkur kleift að hlusta á eina manneskju í einu, jafnvel þó að margir aðrir séu að tala á sama tíma.

Háþróuð þráðlaus fjarskipti (með „númerabirtingu“) eru því engin nýlunda. Hún kom fyrst til skjalanna í heimi lifandi vera — í náttúrunni.

[Skýringarmynd/myndir á bls. 3]

(Sjá uppsettan texta í ritinu)

1800

Áreiðanleg rafhlaða

1876

Sími

1971

Örgjörvi

1973

Dr. Martin Cooper smíðar farsímann

[Rétthafi myndar]

Dr. Cooper og farsíminn: © Mark Berry

[Myndir á bls. 3]

Hægra megin á bls. 2, sviðsettar ljósmyndir, talið frá neðstu mynd: Guglielmo Marconi með útvarpstæki sitt; Thomas Edison og ljósaperan; Granville T. Woods, uppfinningamaður á sviði fjarskiptatækni; Wright-bræður og flugvélin Flyer frá 1903.