Farðu skynsamlega með peninga
STUNDUM er haft á orði að „peningar séu rót alls ills“ og talið að það standi í Biblíunni. Það sem Biblían segir í raun og veru er að ‚fégirndin sé rót alls ills‘. (1. Tímóteusarbréf 6:10) Sumir hafa vissulega slíkt dálæti á peningum að þeir leggja ofurkapp á að verða ríkir. Sumir hafa orðið þrælar peninganna og goldið það dýru verði. Þegar rétt er farið með peninga geta þeir hins vegar verið nytsamir. Í Biblíunni er viðurkennt að ‚peningar leysi fullt af vandamálum‘. — Prédikarinn 10:19, Holy Bible — Easy-to-Read Version.
Þó að Biblían sé ekki handbók í hagfræði hefur hún að geyma ýmis hagnýt ráð sem geta hjálpað fólki að fara skynsamlega með peninga. Fjármálaráðgjafar mæla að jafnaði með fimm atriðum sem eru talin upp hér á eftir, og þau koma heim og saman við meginreglur sem hafa staðið í Biblíunni öldum saman.
Hafðu á hreinu hvað þú hefur í tekjur og eyddu minna en þú aflar.
Leggðu fyrir. Af biblíusögunni má sjá að Ísraelsmönnum fortíðar var kennt að það væri dyggð að spara. Þeim var sagt að leggja fyrir tíund (10 prósent) á hverju ári sem þeir áttu aðeins að nota til að sækja hátíðir þjóðarinnar. (5. Mósebók 14:22-27) Páll postuli hvatti einnig frumkristna menn til að leggja í sjóð í hverri viku svo að þeir gætu síðar lagt eitthvað af mörkum til að hjálpa þurfandi trúsystkinum. (1. Korintubréf 16:1, 2) Flestir fjármálaráðgjafar hvetja til sparnaðar. Láttu sparnaðinn ganga fyrir. Um leið og þú færð útborgað ættirðu að leggja fyrir ákveðna upphæð, til dæmis á sparireikning. Þá er auðveldara að standast freistinguna að eyða þessum peningum.
Gerðu fjárhagsáætlun. Það er eina raunhæfa leiðin til að fylgjast með útgjöldum, hafa hemil á þeim eða draga úr þeim. Ef þú gerir þér raunhæfa fjárhagsáætlun veistu í hvað peningarnir fara og hún getur auðveldað þér að ná þeim markmiðum sem þú hefur sett þér í fjármálum. Hafðu á hreinu hvað þú hefur í tekjur og eyddu minna en þú aflar. Lærðu að gera greinarmun á þörfum og löngunum. Jesús talaði á þessum nótum þegar hann hvatti áheyrendur til að ‚reikna kostnaðinn‘ áður en þeir Lúkas 14:28) Í Biblíunni er fólk hvatt til að forðast óþarfa skuldir. — Orðskviðirnir 22:7.
réðust í einhverja framkvæmd. (Hugsaðu fram í tímann. Hugleiddu vel og vandlega þarfir þínar í framtíðinni. Ef þú ætlar að kaupa íbúðarhúsnæði þarftu líklega að kanna hvernig þú fáir húsnæðislán á sem hagkvæmustum kjörum. Fjölskyldufaðir vill hugsanlega kaupa tryggingu, svo sem líf-, örorku- eða sjúkdómatryggingu til að tryggja hag ástvina sinna. Og það getur líka verið ástæða til að huga að eftirlaunaárunum. „Áform hins iðjusama færa arð,“ segir í Orðskviðunum 21:5.
Lærðu að gera greinarmun á þörfum og löngunum.
Haltu áfram að læra. Fjárfestu í sjálfum þér með því að afla þér nýrrar kunnáttu og huga vel að líkamlegri og andlegri heilsu þinni. Þetta er „fjárfesting“ sem borgar sig. Haltu áfram að læra alla ævi. Í Biblíunni er lögð rík áherslu á „visku og gætni“ og fólk hvatt eindregið til þess að þroska hana alla ævi. — Orðskviðirnir 3:21, 22; Prédikarinn 10:10.
Sýndu jafnvægi. Leggðu ekki of mikla áherslu á peninga. Ótal kannanir sýna að þeir sem láta sér annt um fólk eru að jafnaði hamingjusamari en þeir sem leggja meiri áherslu á peninga. Sumir láta hins vegar ágirnd ná tökum á sér. Eftir að hafa fullnægt grunnþörfum sínum reyna þeir að auðgast. En hvað þurfum við í rauninni annað en fæði, klæði og húsnæði? Það er ofur skiljanlegt að biblíuritarinn, sem vitnað var til í byrjun greinarinnar, skuli líka hafa skrifað: „Ef við höfum fæði og klæði þá látum okkur það nægja.“ (1. Tímóteusarbréf 6:8) Ef við erum nægjusöm forðumst við fégirndina og umflýjum alla þá erfiðleika sem eru fylgifiskar hennar.
Það má með sanni segja að fégirnd sé rót margs sem illt er. Þú verður þræll peninganna ef þú leyfir þeim það. Sé rétt með peninga farið geta þeir hins vegar veitt þér frjálsræði til að leggja stund á það sem meira máli skiptir í lífinu, svo sem náin tengsl við fjölskyldu, vini og Guð. Í þessum heimi virðist þó ekki raunhæft að við getum verið alveg laus við peningaáhyggjur. Eiga peningar eftir að vera áhyggjuefni fólks um ókomna framtíð? Er einhver von um að fátækt verði útrýmt í heiminum? Leitað er svara við því í greininni á eftir.
Hvað þurfum við í rauninni annað en fæði, klæði og húsnæði?