Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

‚Farsímafíkn‘

‚Farsímafíkn‘

‚Farsímafíkn‘

EFTIR FRÉTTARITARA VAKNIÐ! Í JAPAN

„FARSÍMAÆÐIÐ jaðrar við fíkn,“ stóð í fyrirsögn japanska dagblaðsins The Daily Yomiuri. Fíkn? „Unga fólkið virðist líta á farsímann sem hluta af sjálfu sér og það grípur það jafnvel ofsahræðsla ef það verður viðskila við hann,“ segir blaðið. Margir eru með kveikt á símanum alls staðar og öllum stundum, af ótta við að einangrast frá öðrum. Þeir eru „órólegir og önugir ef þeir fá engin skilaboð í farsímann og sú tilfinning sækir að þeim að enginn þarfnist þeirra.“ Óróleikinn þvingar þá til að svara öllum smáskilaboðum án tafar sem er oft óþarfi.

Farsímar hafa auðvitað ýmsa kosti og hafa oft komið að ómetanlegu gagni í neyðartilfellum. Og það þarf ekki að vera neitt athugavert við að nota farsíma frjálslega, svo framarlega sem notkunin sé innan hófsemismarka. Sumir heimildarmenn segja hins vegar að ‚farsímafíknin‘ geti staðið venjulegri samskiptafærni fyrir þrifum. Miðskólakennari í Osaka kveðst hafa áhyggjur af því að vegna farsímanna „séu börn að verða ófær um að túlka svipbrigði, hegðun og raddblæ annarra. Þetta hefur í för með sér að börn verða árásargjarnari og skeytingarlausari um tilfinningar annarra,“ að sögn blaðsins.

Í greininni segir að lokum: „Óhjákvæmilegt virðist að börn verði enn háðari farsímum í framtíðinni. Eina leiðin til að draga úr skaðlegum áhrifum þessarar þróunar er sú að fullorðnir séu börnunum góð fyrirmynd um skynsamlega notkun farsíma.“