Brautryðjendur í læknavísindum
Brautryðjendur í læknavísindum
JOSÉ var 61 árs og bjó í smábænum Oupeye í Belgíu þegar honum var sagt að það þyrfti að græða í hann nýja lifur. „Ég hef aldrei orðið fyrir öðru eins áfalli á ævinni,“ segir hann. Fyrir aðeins fjörutíu árum var óhugsandi að græða nýja lifur í mann. Á áttunda áratugnum lifði ekki nema tæplega þriðjungur lifrarþega. En núna er lifrarígræðsla orðin algeng og árangurinn miklu betri.
En það er hængur á. Lifrarígræðsla hefur oft í för með sér miklar blæðingar og sjúklingum er yfirleitt gefið blóð í aðgerð. José vildi ekki blóðgjöf af trúarástæðum en hann vildi gjarnan fá nýja lifur. Ætla mætti að staðan hafi verið vonlaus fyrir hann. En yfirskurðlæknirinn taldi góðar líkur á að hann og félagar hans gætu gert aðgerðina án blóðgjafar. Og aðgerðin tókst með ágætum. Aðeins 25 dögum eftir aðgerðina var José útskrifaður og kominn heim til konu sinnar og dóttur. *
Tímaritið Time kallar þá „hetjur læknavísindanna“ og það er færni þeirra að þakka að skurðaðgerðir og önnur læknismeðferð án blóðgjafar hefur rutt sér til rúms að undanförnu. En hvers vegna er svona mikil eftirspurn eftir aðgerðum án blóðgjafar? Til að svara því skulum við kynna okkur sögu blóðgjafa.
[Neðanmáls]
^ Vottar Jehóva líta á líffæraflutninga sem samviskumál hvers og eins.
[Mynd á blaðsíðu 3]
Meira en 90.000 læknar í heiminum hafa lýst sig fúsa til að veita vottum Jehóva meðferð án blóðgjafar.