Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

29. júlí–​4. ágúst

SÁLMUR 69

29. júlí–​4. ágúst

Söngur 13 og bæn | Inngangsorð (1 mín.)

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS

1. Atburðir í lífi Jesú voru sagðir fyrir í Sálmi 69

(10 mín.)

Jesús var hataður að tilefnislausu. (Sl 69:4; Jóh 15:24, 25; w11 15.8. 11 gr. 17)

Jesús hafði brennandi áhuga á tilbeiðslunni á Jehóva. (Sl 69:9; Jóh 2:13–17; w10 15.12. 8 gr. 7, 8)

Jesús var angistarfullur og honum var boðið vín blandað beiskum jurtum. (Sl 69:20, 21; Mt 27:34; Lúk 22:44; Jóh 19:34: g95-E 22.10. 31 gr. 4; it-2-E 650)


TIL ÍHUGUNAR: Hvers vegna hafði Jehóva spádóma um Messías með í Hebresku ritningunum?

2. Andlegir gimsteinar

(10 mín.)

  • Sl 69:30, 31 – Hvernig geta þessi vers hjálpað okkur að gera bænir okkar innihaldsríkari? (w99 1.3. 27 gr. 11)

  • Hvaða andlegu gimsteinum í biblíulestri vikunnar langar þig til að segja frá?

3. Biblíulestur

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

4. Þolinmæði – Hvernig fór Jesús að?

(7 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda. Spilaðu MYNDBANDIÐ og ræddu síðan um lmd kafla 8 liði 1, 2.

5. Þolinmæði – Líkjum eftir Jesú

(8 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á lmd kafla 8 liðum 3–5 og „Sjá einnig“.

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Söngur 134

6. Staðbundnar þarfir

(5 mín.)

7. Góð ráð fyrir tilbeiðslustund fjölskyldunnar

(10 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda.

Í janúar 2009 var safnaðarbóknámið sameinað Boðunarskólanum og þjónustusamkomunni og úr varð ein samkoma sem er haldin í miðri viku. Þetta veitti fjölskyldum eitt kvöld í hverri viku til að hafa sína eigin dagskrá fyrir tilbeiðslustund fjölskyldunnar. Margir hafa látið þakklæti í ljós fyrir þetta fyrirkomulag sem hjálpar þeim að hafa nánara samband við Jehóva og hvert annað. – 5Mó 6:6, 7.

Hvaða ráð geta höfuð fjölskyldunnar nýtt sér til að gera tilbeiðslustund fjölskyldunnar árangursríka?

  • Hafðu fastan tíma. Ef mögulegt er skaltu hafa sama tíma í hverri viku fyrir tilbeiðslustund fjölskyldunnar. Hafðu líka annan tíma til vara ef eitthvað óvænt kemur upp á.

  • Vertu undirbúinn. Leitaðu ráða hjá eiginkonu þinni og biddu börnin um tillögur af og til. Undirbúningurinn þarf ekki að vera ítarlegur, einkum ef fjölskyldunni finnst gott að hafa svipaða dagskrá í hverri viku.

  • Lagaðu dagskrána að þörfum fjölskyldunnar. Þegar börnin eldast breytast þarfir þeirra og geta. Dagskráin ætti að hjálpa hverjum og einum í fjölskyldunni að eignast betra samband við Jehóva.

  • Hafðu andrúmsloftið kærleiksríkt og afslappað. Af og til mætti hafa námsstundina utandyra ef veður leyfir. Hikaðu ekki við að gera hlé eftir þörfum. Enda þótt nauðsynlegt sé að taka á ákveðnum vandamálum sem fjölskyldan er að glíma við ætti ekki að nota tilbeiðslustundina til að skamma eða refsa börnunum.

  • Gerðu ráð fyrir fjölbreytni. Það væri til dæmis hægt að undirbúa ákveðinn dagskrárlið fyrir næstu samkomu, horfa á og ræða um myndband á jw.org eða hafa æfingu fyrir boðunina. Þótt umræður ættu að vera þungamiðja tilbeiðslustundarinnar væri líka hægt að nota hluta tímans fyrir einkanám.

Ræddu um þessa spurningu:

  • Hvernig hefur þér gengið að fara eftir þessum ráðum í tilbeiðslustund fjölskyldunnar?

8. Safnaðarbiblíunám

Lokaorð (3 mín.) | Söngur 114 og bæn