Sálmur 94:1–23

  • Bæn um að Guð hefni

    • „Hve lengi fá hinir illu að fagna?“ (3)

    • Sá sem Jah leiðréttir er hamingjusamur (12)

    • Guð yfirgefur ekki fólk sitt (14)

    • „Valda tjóni í nafni laganna“ (20)

94  Jehóva, Guð hefndarinnar,+Guð hefndarinnar, gakktu geislandi fram!   Rístu á fætur, dómari jarðar.+ Veittu hinum hrokafullu það sem þeir verðskulda.+   Hve lengi, Jehóva,hve lengi fá hinir illu að fagna?+   Þeir þvaðra og tala með hroka,allir illvirkjarnir monta sig.   Þeir troða niður fólk þitt, Jehóva,+og kúga arfleifð þína.   Þeir drepa ekkjuna og útlendinginnog myrða föðurlausu börnin.   Þeir segja: „Jah sér það ekki,+Guð Jakobs tekur ekki eftir því.“+   Skiljið þetta, óskynsömu menn,þið heimskingjar, hvenær ætlið þið að vitkast?+   Getur sá sem skapaði eyrað ekki heyrt? Getur sá sem myndaði augað ekki séð?+ 10  Getur sá sem leiðréttir þjóðirnar ekki agað?+ Það er hann sem veitir fólkinu þekkingu.+ 11  Jehóva þekkir hugsanir mannanna,veit að þær eru eins og vindgustur.+ 12  Sá sem þú leiðréttir, Jah, er hamingjusamur,+sá sem þú kennir lög þín,+ 13  til að veita honum frið og ró á erfiðum tímumþar til gröf er grafin fyrir hina illu.+ 14  Jehóva bregst ekki fólki sínu+né yfirgefur arfleifð sína.+ 15  Dómarnir verða aftur réttlátirog allir hjartahreinir fylgja þeim. 16  Hver mun verja mig gegn illmennum? Hver stendur með mér gegn afbrotamönnum? 17  Ef Jehóva hefði ekki hjálpað mérhefði fljótt verið úti um mig.*+ 18  Þegar ég sagði: „Mér skrikar fótur,“studdi mig tryggur kærleikur þinn, Jehóva.+ 19  Þegar áhyggjur voru að buga mighughreystir þú mig og róaðir.+ 20  Geta spilltir valdhafar* átt bandalag við þig,þeir sem valda tjóni í nafni laganna?*+ 21  Þeir ráðast með grimmd á hinn réttláta+og dæma hinn saklausa til dauða.*+ 22  En Jehóva verður mér öruggt athvarf,*Guð minn er klettur minn og griðastaður.+ 23  Hann lætur vonskuverk þeirra koma þeim í koll.+ Hann lætur illsku sjálfra þeirra gera út af við þá.* Jehóva Guð okkar gerir út af við þá.*+

Neðanmáls

Orðrétt „hefði ég fljótlega búið í þögninni“.
Eða „Getur spillt hásæti; Geta spilltir dómarar“.
Eða „með tilskipunum“.
Orðrétt „sakfella blóð hins saklausa“.
Eða „öruggt fjallavígi“.
Orðrétt „þagga niður í þeim“.
Orðrétt „þaggar niður í þeim“.