Sálmur 79:1–13

  • Bæn þegar þjóðir réðust á fólk Guðs

    • ‚Nágrannar smána okkur‘ (4)

    • ‚Hjálpaðu okkur vegna nafns þíns‘ (9)

    • „Láttu nágranna okkar gjalda sjöfalt“ (12)

Söngljóð eftir Asaf.+ 79  Guð, þjóðirnar hafa ráðist inn í erfðaland þitt.+ Þær hafa óhreinkað heilagt musteri þitt,+þær hafa lagt Jerúsalem í rúst.+   Þær hafa gefið fuglum himins lík þjóna þinna til ætisog villidýrum jarðar hold þinna trúföstu.+   Þær hafa úthellt blóði þeirra eins og vatni kringum Jerúsalemog enginn er eftir til að jarða þá.+   Nágrannar okkar smána okkur.+ Þeir sem búa í kringum okkur hæðast og gera gys að okkur.   Hve lengi, Jehóva, verður þú reiður? Að eilífu?+ Hve lengi á heift þín að brenna eins og eldur?+   Úthelltu reiði þinni yfir þjóðirnar sem þekkja þig ekkiog yfir ríkin sem ákalla ekki nafn þitt+   því að þau hafa gleypt Jakobog lagt land hans í eyði.+   Láttu okkur ekki gjalda synda forfeðra okkar.+ Vertu fljótur að sýna okkur miskunn+því að við erum langt niðri.   Hjálpaðu okkur, Guð frelsari okkar,+vegna þíns dýrlega nafns. Bjargaðu okkur og fyrirgefðu* syndir okkar sökum nafns þíns.+ 10  Hvers vegna ættu þjóðirnar að segja: „Hvar er Guð þeirra?“+ Láttu okkur sjá þann dag sem þjóðirnar átta sig áað hefnt hefur verið fyrir úthellt blóð þjóna þinna.+ 11  Heyrðu andvörp fangans.+ Beittu þínum mikla mætti* til að varðveita* hina dauðadæmdu.*+ 12  Láttu nágranna okkar gjalda sjöfalt+fyrir háðungina sem þeir hafa beint að þér, Jehóva.+ 13  Þá munum við, fólk þitt og hjörð á beitilandi þínu,+þakka þér að eilífuog lofa þig frá kynslóð til kynslóðar.+

Neðanmáls

Orðrétt „breiddu yfir“.
Orðrétt „þinni miklu hendi“.
Eða hugsanl. „frelsa“.
Orðrétt „syni dauðans“.