Sálmur 62:1–12
Til tónlistarstjórans. Jedútún.* Söngljóð eftir Davíð.
62 Ég bíð hljóður eftir Guði,hann er sá sem bjargar mér.+
2 Hann er klettur minn og hjálp, mitt örugga athvarf.*+
Ég fell aldrei flatur.+
3 Hversu lengi ætlið þið að ráðast að einum manni og reyna að drepa hann?+
Þið eruð allir hættulegir eins og hallandi veggur, steinveggur sem er við það að hrynja.*
4 Þeir leggja á ráðin um að steypa honum úr hárri stöðu hans.
Þeir hafa yndi af lygi,þeir blessa með munninum en bölva innra með sér.+ (Sela)
5 Ég bíð hljóður eftir Guði+því að frá honum kemur von mín.+
6 Hann er klettur minn og hjálp, mitt örugga athvarf.
Ég missi aldrei fótanna.+
7 Frá Guði kemur björgun mín og upphefð,Guð er minn trausti klettur og athvarf.+
8 Treystið honum öllum stundum, fólk mitt,úthellið hjörtum ykkar fyrir honum.+
Guð er okkur athvarf.+ (Sela)
9 Mannssynirnir eru ekkert nema andgustur,mannanna börn veita falskt öryggi.+
Þeir eru vegnir á vogarskálum og reynast léttvægari en andgustur.+
10 Treystið ekki á kúgunog bindið ekki vonir ykkar við stolna muni.
Þótt auðurinn vaxi má hann ekki gagntaka ykkur.+
11 Eitt sinn hefur Guð talað, tvisvar hef ég heyrt hann segja:
Styrkurinn á upptök sín hjá Guði.+
12 Hjá þér er líka tryggur kærleikur, Jehóva,+því að þú launar hverjum og einum eftir verkum hans.+
Neðanmáls
^ Sjá orðaskýringar.
^ Eða „örugga fjallavígi“.
^ Eða hugsanl. „Þið veitist allir að honum eins og að hallandi vegg, steinvegg sem er við það að hrynja“.