Sálmur 39:1–13

  • Hverfulleiki lífsins

    • „Maðurinn er ekkert nema andgustur“ (5, 11)

    • „Láttu tár mín ekki fram hjá þér fara“ (12)

Til tónlistarstjórans. Jedútún.*+ Söngljóð eftir Davíð. 39  Ég sagði: „Ég vil gæta að skrefum mínumsvo að ég syndgi ekki með tungu minni.+ Ég vil múlbinda munn minn+þegar illmenni eru nálæg.“   Ég var þögull og hljóður,+ég talaði ekki einu sinni um neitt gott,en kvöl mín var mikil.*   Hjartað brann í brjósti mér,eldurinn brann heitar því meira sem ég hugsaði.* Að lokum sagði ég:   „Jehóva, hjálpaðu mér að skilja hvenær endalok mín komaog hve margir dagar mínir eru+svo að mér verði ljóst hve ævi mín er stutt.   Þú hefur ekki gefið mér nema fáeina daga*+og ævi mín er sem ekkert í þínum augum.+ Maðurinn er ekkert nema andgustur,+ jafnvel þótt hann virðist standa styrkum fótum. (Sela)   Mennirnir ganga um eins og skuggi,þeir eru á sífelldum þönum* til einskis,sanka að sér auðæfum án þess að vita hverjir fá að njóta þeirra.+   Eftir hverju get ég þá vonast, Jehóva? Þú ert mín eina von.   Frelsaðu mig frá öllum syndum mínum,+láttu ekki heimskingja hæðast að mér.   Ég var hljóður,gat ekki opnað munninn+því að þú stóðst á bak við þetta.+ 10  Léttu af mér plágunni sem þú lagðir á mig,ég er að bugast undan höggum handar þinnar. 11  Þú agar manninn með því að refsa honum fyrir syndir hans,+eyðir dýrgripum hans eins og mölur eyðir klæðum. Já, maðurinn er ekkert nema andgustur.+ (Sela) 12  Heyrðu bæn mína, Jehóva,hlustaðu þegar ég hrópa á hjálp.+ Láttu tár mín ekki fram hjá þér faraþví að fyrir þér er ég bara útlendingur,+ferðalangur sem á leið hjá, rétt eins og allir forfeður mínir.+ 13  Horfðu ekki svona reiðilega á mig svo að ég geti tekið gleði mína á nýáður en ég dey og er ekki lengur til.“

Neðanmáls

Eða „magnaðist“.
Eða „þegar ég andvarpaði“.
Orðrétt „þverhendur daga“.
Orðrétt „hafa hátt“.