Sálmur 38:1–22
Söngljóð eftir Davíð. Ort til áminningar.
38 Jehóva, refsaðu mér ekki í reiði þinni,agaðu mig ekki í heift þinni.+
2 Örvar þínar hafa stungist djúpt inn í migog hönd þín liggur þungt á mér.+
3 Allur líkami minn er sjúkur vegna reiði þinnar,ég finn engan frið í beinum mínum vegna syndar minnar.+
4 Sekt mín hefur vaxið mér yfir höfuð,+hún er eins og þung byrði sem ég get ekki borið.
5 Það er óþefur af sárum mínum,það grefur í þeim vegna heimsku minnar.
6 Ég er hryggur og niðurbrotinn,geng um dapur í lund allan daginn.
7 Ég brenn innra með mér,*allur líkami minn er sjúkur.+
8 Ég er dofinn og sundurkraminn,kveina hástöfum af hjartans angist.
9 Jehóva, þú veist hvað ég þráiog andvörp mín eru þér ekki hulin.
10 Hjartað hamast í brjósti mér, kraftur minn er þrotinn,ljós augna minna slokknað.+
11 Vinir mínir og kunningjar forðast mig vegna þjáninga minnaog mínir nánustu halda sig fjarri.
12 Þeir sem sækjast eftir lífi mínu leggja gildrur fyrir mig,þeir sem vilja mér illt leggja á ráðin um að fella mig,+allan daginn brugga þeir launráð gegn mér.
13 En ég var sem heyrnarlaus og hlustaði ekki,+mállaus og opnaði ekki munninn.+
14 Ég er eins og maður sem heyrir ekkiog hefur ekkert að segja sér til varnar
15 því að ég bíð eftir hjálp þinni, Jehóva,+og þú svarar mér, Jehóva Guð minn.+
16 Ég sagði: „Láttu þá ekki hlakka yfir mérog gera lítið úr mér ef ég hrasa,“
17 því að ég var við það að bugastog leið stöðugar kvalir.+
18 Ég játaði það ranga sem ég hafði gert+því að synd mín þjakaði mig.+
19 En óvinir mínir eru sterkir og máttugir,*sífellt fleiri hata mig að ástæðulausu.
20 Þeir launa mér gott með illu,standa gegn mér af því að ég geri það sem er gott.
21 Jehóva, yfirgefðu mig ekki.
Guð minn, vertu ekki langt frá mér.+
22 Komdu mér fljótt til hjálpar,Jehóva, frelsari minn.+
Neðanmáls
^ Orðrétt „Lendar mínar eru fullar bruna“.
^ Eða hugsanl. „En margir eru orðnir óvinir mínir að ástæðulausu“.