Sálmur 118:1–29

  • Þakkið Jehóva sigra hans

    • ‚Ég hrópaði til Jah og hann svaraði‘ (5)

    • „Jehóva er mér við hlið“ (6, 7)

    • Steinninn sem var hafnað verður aðalhornsteinn (22)

    • „Sá sem kemur í nafni Jehóva“ (26)

118  Þakkið Jehóva því að hann er góður,+tryggur kærleikur hans varir að eilífu.   Ísrael segi nú: „Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.“   Þeir sem tilheyra ætt Arons segi nú: „Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.“   Þeir sem óttast Jehóva segi nú: „Tryggur kærleikur hans varir að eilífu.“   Ég hrópaði til Jah* í angist minni,Jah svaraði mér og leiddi mig á öruggan* stað.+   Jehóva er mér við hlið, ég óttast ekki neitt.+ Hvað geta mennirnir gert mér?+   Jehóva er mér við hlið og hjálpar* mér,+ég fæ að horfa á hatursmenn mína sigraða.+   Betra er að leita athvarfs hjá Jehóvaen að treysta á menn.+   Betra er að leita athvarfs hjá Jehóvaen að treysta á höfðingja.+ 10  Allar þjóðir umkringdu migen í nafni Jehóvahrakti ég þær burt.+ 11  Þær umkringdu mig, já, ég var umkringdur á alla veguen í nafni Jehóvahrakti ég þær burt. 12  Þær umkringdu mig eins og býfluguren þær fuðruðu upp eins og eldur í þyrnum. Í nafni Jehóvahrakti ég þær burt.+ 13  Mér var hrint* harkalega til að ég skyldi fallaen Jehóva hjálpaði mér. 14  Jah er skjól mitt og styrkur,hann hefur bjargað mér.+ 15  Fagnaðar- og siguróp*berast frá tjöldum réttlátra. Hægri hönd Jehóva sýnir mátt sinn.+ 16  Hægri hönd Jehóva er upphafin,hægri hönd Jehóva sýnir mátt sinn.+ 17  Ég ætla ekki að deyja, nei, ég ætla að lifatil að kunngera verk Jah.+ 18  Jah ávítaði mig harðlega+en gaf mig ekki dauðanum á vald.+ 19  Opnaðu fyrir mér hlið réttlætisins,+ég ætla að ganga þar inn og lofa Jah. 20  Þetta er hlið Jehóva,hinn réttláti gengur þar inn.+ 21  Ég lofa þig því að þú svaraðir mér+og þú bjargaðir mér. 22  Steinninn sem smiðirnir höfnuðuer orðinn að aðalhornsteini.+ 23  Hann er frá Jehóva,+hann er dásamlegur í augum okkar.+ 24  Þetta er dagurinn sem Jehóva gerði,við gleðjumst og fögnum á honum. 25  Við biðjum þig, Jehóva, viltu bjarga okkur! Jehóva, viltu veita okkur sigur! 26  Blessaður er sá sem kemur í nafni Jehóva.+ Við blessum ykkur frá húsi Jehóva. 27  Jehóva er Guð,hann gefur okkur ljós.+ Verið með í hátíðargöngunni með greinar í hendi+allt að hornum altarisins.+ 28  Þú ert Guð minn og ég lofa þig,Guð minn, ég vil upphefja þig.+ 29  Þakkið Jehóva+ því að hann er góður,tryggur kærleikur hans varir að eilífu.+

Neðanmáls

„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „rúmgóðan“.
Eða hugsanl. „ásamt þeim sem hjálpa“.
Eða hugsanl. „Þú hrintir mér“.
Eða „Óp fagnaðar og frelsunar“.