Sálmur 108:1–13
Söngljóð eftir Davíð.
108 Ég er staðfastur í hjarta, Guð minn.
Ég vil syngja og spila af allri sál.*+
2 Vaknaðu, lýra, og þú líka, harpa.+
Ég ætla að vekja morgunroðann.
3 Ég lofa þig, Jehóva, meðal þjóðflokkaog syng þér lof* meðal þjóðanna
4 því að tryggur kærleikur þinn er mikill og nær allt til himins+og trúfesti þín upp til skýjanna.
5 Guð, hefðu þig hátt yfir himininn,dýrð þín blasi við um alla jörð.+
6 Frelsaðu okkur með hægri hendi þinni og svaraðu mérsvo að þeir sem þú elskar bjargist.+
7 Guð hefur talað í heilagleika* sínum:
„Ég fagna, ég gef Síkem+ sem erfðalandog skipti Súkkótdal.*+
8 Gíleað+ tilheyrir mér og Manasse einnig,Efraím er hjálmurinn á höfði mér,*+Júda er veldissproti minn.+
9 Móab er þvottaskál mín.+
Ég kasta sandala mínum yfir Edóm,+hrópa siguróp yfir Filisteu.“+
10 Hver leiðir mig til hinnar víggirtu borgar?
Hver fer með mig alla leið til Edóms?+
11 Ert það ekki þú, Guð, þú sem hefur hafnað okkur,þú sem ferð ekki lengur út með hersveitum okkar?+
12 Hjálpaðu okkur í neyð okkar+því að liðsinni manna er einskis virði.+
13 Guð veitir okkur kraft+og fótumtreður fjandmenn okkar.+
Neðanmáls
^ Orðrétt „Ég, já, dýrð mín, vil syngja og spila“.
^ Eða „leik tónlist fyrir þig“.
^ Eða hugsanl. „helgidómi“.
^ Eða „Súkkótsléttu“.
^ Orðrétt „vígi höfuðs míns“.