Orðskviðirnir 24:1–34

  • „Öfundaðu ekki illa menn“ (1)

  • „Af visku er hús reist“ (3)

  • Réttlátur maður fellur en stendur aftur upp (16)

  • Hefndu þín ekki (29)

  • Of mikill svefn endar með fátækt (33, 34)

24  Öfundaðu ekki illa mennog láttu þig ekki langa til að vera með þeim+   því að hjarta þeirra er gagntekið af ofbeldiog vonskuverk eru á vörum þeirra.   Af visku er hús* reist+og með skynsemi verður það traust.   Með þekkingu fyllast herberginalls konar dýrmætum og fallegum gersemum.+   Vitur maður er máttugur+og með þekkingu eykst máttur hans.   Þiggðu viturlega leiðsögn þegar þú ferð í stríð+og ef ráðgjafarnir eru margir er sigurinn vís.*+   Sönn viska er utan seilingar heimskingjans,+hann hefur ekkert að segja í borgarhliðinu.   Sá sem áformar illtverður kallaður klækjarefur.+   Heimskulegt ráðabrugg leiðir til syndar*og háðgjarn maður er fyrirlitinn.+ 10  Ef þú missir kjarkinn á erfiðleikatímum*verður máttur þinn lítill. 11  Bjargaðu þeim sem eru leiddir til líflátsog hjálpaðu þeim sem skjögra til aftöku.+ 12  Ef þú segir: „Við vissum ekki af því,“mun þá ekki sá sem kannar hjörtun* sjá í gegnum það?+ Jú, sá sem fylgist með þér veit það,hann endurgeldur hverjum og einum eftir verkum hans.+ 13  Borðaðu hunang, sonur minn, því að það er gott. Hunang sem drýpur úr vaxkökunni er sætt á bragðið. 14  Að sama skapi er viska góð* fyrir þig.+ Ef þú finnur hana áttu framtíðina fyrir þérog von þín bregst ekki.+ 15  Sittu ekki um hús hins réttláta með illt í hyggju,eyðileggðu ekki griðastað hans 16  því að þótt hinn réttláti falli sjö sinnum stendur hann aftur upp+en hinir vondu hrasa þegar ógæfa kemur yfir þá.+ 17  Gleðstu ekki yfir falli óvinar þínsog fagnaðu ekki í hjarta þínu þótt hann hrasi+ 18  svo að Jehóva sjái það ekki og gremjist þaðog snúi reiði sinni frá honum.+ 19  Láttu ekki illa menn reita þig til reiði,öfundaðu þá ekki 20  því að hinir vondu eiga sér enga framtíð,+á lampa hinna illu slokknar.+ 21  Sonur minn, óttastu Jehóva og konunginn+og eigðu ekki félagsskap við uppreisnarseggi*+ 22  því að ógæfa þeirra kemur skyndilega.+ Hver veit hvaða hörmungar þeir tveir* leiða yfir þá?+ 23  Þessi spakmæli eru líka eftir hina vitru: Það er rangt að vera hlutdrægur í dómi.+ 24  Þeim sem segir við hinn vonda: „Þú ert réttlátur,“+mun fólkið bölva og þjóðirnar fordæma. 25  En þeim sem ávíta hann farnast vel,+þeir hljóta ríkulega blessun.+ 26  Fólk kyssir þann sem svarar heiðarlega.*+ 27  Sinntu útiverkunum og plægðu akurinn,síðan geturðu byggt þér hús.* 28  Vitnaðu ekki gegn náunga þínum að ástæðulausu,+blekktu ekki með vörum þínum.+ 29  Segðu ekki: „Ég ætla að gera honum það sama og hann gerði mér,hann fær að gjalda fyrir það sem hann gerði.“*+ 30  Ég gekk fram hjá akri letingja,+fram hjá víngarði óviturs manns. 31  Ég sá að illgresi hafði breiðst um hann allan,jörðin var þakin netlumog steinhleðslan umhverfis hann var hrunin.+ 32  Ég virti þetta fyrir mér og það hafði áhrif á mig. Þetta lærði ég af því sem ég sá: 33  Sofðu aðeins lengur, blundaðu aðeins lengur,hvíldu þig aðeins lengur með krosslagðar hendur. 34  Þá kemur fátæktin yfir þig eins og ræningiog skorturinn eins og vopnaður maður.+

Neðanmáls

Eða „heimili“.
Eða „fer allt vel“.
Eða „Ráðabrugg heimskingjans er synd“.
Eða „degi neyðarinnar“.
Eða „ásetning mannsins“.
Eða „sæt“.
Eða „byltingarsinna“.
Það er, Jehóva og konungurinn.
Eða hugsanl. „Að svara undanbragðalaust er eins og að gefa koss“.
Eða „byggt upp heimili þitt“.
Eða „ég ætla að ná mér niðri á honum“.