Jobsbók 42:1–17

  • Job svarar Jehóva (1–6)

  • Kunningjarnir þrír fordæmdir (7–9)

  • Jehóva veitir Job velgengni á ný (10–17)

42  Þá svaraði Job Jehóva:   „Nú veit ég að þú getur alltog ekkert sem þú ætlar að gera er þér ofviða.+   Þú sagðir: ‚Hver er það sem hylur fyrirætlun mína myrkri og talar af vanþekkingu?‘+ Já, ég talaði án þess að skiljaum mál sem eru of háleit fyrir mig og ég þekki ekki.+   Þú sagðir: ‚Hlustaðu og ég ætla að tala. Ég ætla að spyrja þig og þú skalt svara mér.‘+   Ég þekkti þig af afspurnen nú hef ég séð þig með eigin augum.   Þess vegna tek ég orð mín aftur+og iðrast í dufti og ösku.“+  Þegar Jehóva hafði lokið máli sínu við Job sagði Jehóva við Elífas Temaníta: „Reiði mín logar gegn þér og félögum þínum tveim+ því að þið hafið ekki sagt sannleikann um mig+ eins og Job þjónn minn.  Takið nú sjö naut og sjö hrúta, farið til Jobs þjóns míns og færið brennifórn fyrir ykkur. Job þjónn minn mun biðja fyrir ykkur.+ Ég mun hlusta á bæn hans og ekki láta ykkur gjalda heimsku ykkar en þið hafið ekki sagt sannleikann um mig eins og Job þjónn minn.“  Elífas Temaníti, Bildad Súaíti og Sófar Naamaíti fóru þá og gerðu það sem Jehóva hafði sagt þeim. Og Jehóva hlustaði á bæn Jobs. 10  Eftir að Job hafði beðið fyrir kunningjum sínum+ batt Jehóva enda á þjáningar hans+ og veitti honum velgengni á ný.* Jehóva gaf honum tvöfalt það sem hann hafði átt áður.+ 11  Allir bræður hans og systur og allir vinir frá fyrri tíð+ komu nú til hans og borðuðu með honum í húsi hans. Þau sýndu honum samúð og hughreystu hann eftir allar hörmungarnar sem Jehóva hafði leyft að kæmu yfir hann. Hvert og eitt þeirra gaf honum einn kesíta* og gullhring. 12  Jehóva blessaði síðari æviár Jobs meira en hin fyrri+ og hann eignaðist 14.000 fjár, 6.000 úlfalda, 1.000 tvíeyki nauta og 1.000 ösnur.+ 13  Hann eignaðist aftur sjö syni og þrjár dætur.+ 14  Fyrstu dótturina nefndi hann Jemímu, aðra Kesíu og þá þriðju Keren Happúk. 15  Hvergi í landinu fundust eins fagrar konur og dætur Jobs og faðir þeirra gaf þeim arf með bræðrum þeirra. 16  Job lifði í 140 ár eftir þetta og fékk að sjá börn sín og barnabörn í fjóra ættliði. 17  Að lokum dó Job eftir langa og góða ævi.*

Neðanmáls

Orðrétt „sneri Jehóva við ófrelsi Jobs“.
Forn mynteining af óþekktri stærð.
Orðrétt „gamall og saddur daga“.