Fimmta Mósebók 6:1–25
6 Þetta eru þau boðorð, ákvæði og lög sem Jehóva Guð ykkar hefur sagt mér að kenna ykkur til að þið haldið þau þegar þið farið inn í landið sem þið eigið að taka til eignar.
2 Þið skuluð óttast Jehóva Guð ykkar alla ævidaga ykkar og halda öll ákvæði hans og boðorð sem ég flyt ykkur – þið, börn ykkar og barnabörn+ – svo að þið verðið langlíf.+
3 Hlustaðu, Ísrael, og fylgdu þeim vandlega svo að þér vegni vel og ykkur fjölgi stórlega í landinu sem flýtur í mjólk og hunangi eins og Jehóva, Guð forfeðra ykkar, hefur lofað ykkur.
4 Hlustaðu, Ísrael: Jehóva er Guð okkar og það er aðeins einn Jehóva.+
5 Þú skalt elska Jehóva Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sál*+ þinni og öllum mætti þínum.*+
6 Geymdu í hjarta þér þessi orð sem ég boða þér í dag.
7 Brýndu þau fyrir* börnum* þínum+ og talaðu um þau þegar þú situr heima og þegar þú ert á gangi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú ferð á fætur.+
8 Þú skalt binda þau á hönd þína til að muna eftir þeim og hafa þau eins og ennisband á höfði þér.*+
9 Skrifaðu þau á dyrastafi húss þíns og borgarhlið þín.
10 Jehóva Guð þinn leiðir þig nú inn í landið sem hann sór forfeðrum þínum, Abraham, Ísak og Jakobi, að gefa þér+ – land með stórum og fögrum borgum sem þú reistir ekki,+
11 húsum fullum af alls kyns góðum hlutum sem þú vannst ekki fyrir, vatnsþróm sem þú hjóst ekki í klöpp og víngörðum og ólívutrjám sem þú gróðursettir ekki. Þegar þú hefur fengið þetta og borðað þig saddan+
12 skaltu gæta þess að gleyma ekki Jehóva+ sem leiddi þig út úr Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.
13 Jehóva Guð þinn skaltu óttast,+ honum skaltu þjóna+ og við nafn hans skaltu sverja.+
14 Þú skalt ekki fylgja öðrum guðum, ekki neinum af guðum þjóðanna sem búa í kringum þig,+
15 því að Jehóva Guð þinn, sem er mitt á meðal ykkar, er Guð sem krefst óskiptrar hollustu.+ Annars mun reiði Jehóva Guðs ykkar blossa upp gegn ykkur+ og hann eyðir ykkur af yfirborði jarðar.+
16 Þið skuluð ekki ögra Jehóva Guði ykkar+ eins og þið ögruðuð honum í Massa.+
17 Fylgið í einu og öllu boðorðum Jehóva Guðs ykkar, áminningum hans og ákvæðum sem hann hefur sagt ykkur að fara eftir.
18 Gerið það sem er rétt og gott í augum Jehóva svo að ykkur vegni vel og þið komist inn í landið góða sem Jehóva hét forfeðrum ykkar og getið tekið það.+
19 Allir óvinir ykkar verða hraktir burt eins og Jehóva hefur lofað.+
20 Þegar sonur þinn spyr þig seinna meir: ‚Af hverju gaf Jehóva Guð ykkur þessar áminningar, ákvæði og lög?‘
21 þá skaltu svara honum: ‚Við vorum þrælar faraós í Egyptalandi en Jehóva leiddi okkur út úr Egyptalandi með sterkri hendi.
22 Jehóva gerði tákn og kraftaverk fyrir augum okkar, mikil og skæð, sem gengu yfir Egyptaland,+ faraó og allt heimilisfólk hans.+
23 Hann leiddi okkur út þaðan til að koma með okkur hingað og gefa okkur landið sem hann hafði heitið forfeðrum okkar.+
24 Síðan sagði Jehóva okkur að fylgja öllum þessum ákvæðum og óttast Jehóva Guð okkar svo að okkur farnaðist alltaf vel+ og við héldum lífi+ eins og nú er raunin.
25 Og við verðum talin réttlát ef við fylgjum öllum þessum boðum vandlega og hlýðum* Jehóva Guði okkar eins og hann hefur gefið okkur fyrirmæli um.‘+
Neðanmáls
^ Sjá orðaskýringar.
^ Eða „allri atorku þinni; allri getu þinni“.
^ Eða „Ítrekaðu þau við“.
^ Orðrétt „sonum“.
^ Orðrétt „milli augna þinna“.
^ Orðrétt „frammi fyrir“.