Fyrra bréfið til Þessaloníkumanna 4:1–18

  • Varað við kynferðislegu siðleysi (1–8)

  • Elskið hvert annað enn meir (9–12)

    • ‚Sinnið ykkar eigin málum‘ (11)

  • Lærisveinar Krists sem eru dánir rísa fyrstir upp (13–18)

4  Að lokum, bræður og systur: Við höfum leiðbeint ykkur um hvernig þið eigið að lifa til að þóknast Guði+ og þannig lifið þið líka. En nú biðjum við ykkur og hvetjum ykkur í nafni Drottins Jesú til að leggja ykkur enn meira fram.  Þið vitið hvaða leiðbeiningar* við gáfum ykkur frá Drottni Jesú.  Guð vill að þið séuð heilög+ og haldið ykkur frá kynferðislegu siðleysi.*+  Hvert og eitt ykkar ætti að kunna að hafa stjórn á líkama sínum*+ og halda honum heilögum+ og til sóma  en ekki láta stjórnast af girnd og taumlausum losta+ eins og þjóðirnar sem þekkja ekki Guð.+  Enginn ætti að fara út fyrir viðeigandi mörk og ganga á rétt trúsystkinis síns á þessu sviði því að Jehóva* refsar fyrir allt þetta eins og við höfum áður sagt ykkur og varað eindregið við.  Guð kallaði okkur ekki til að lifa í óhreinleika heldur til að vera heilög.+  Sá sem lítilsvirðir þetta lítilsvirðir því ekki mann heldur Guð+ sem gefur ykkur heilagan anda sinn.+  Um bróðurkærleikann+ þurfum við hins vegar ekki að skrifa ykkur því að Guð hefur kennt ykkur að elska hvert annað.+ 10  Þið elskið líka öll trúsystkini ykkar í allri Makedóníu. En við hvetjum ykkur, bræður og systur, til að gera það í enn ríkari mæli. 11  Leggið ykkur fram um að lifa kyrrlátu lífi,+ sinna ykkar eigin málum+ og vinna með höndum ykkar+ eins og við höfum leiðbeint ykkur um. 12  Þá sjá þeir sem eru fyrir utan að þið hegðið ykkur sómasamlega,+ og ykkur skortir ekki neitt. 13  Bræður og systur, við viljum ekki að ykkur sé ókunnugt um þá sem sofa dauðasvefni+ svo að þið syrgið ekki eins og hinir sem hafa ekki von.+ 14  Við trúum að Jesús hafi dáið og risið upp+ og trúum þess vegna líka að Guð reisi upp fylgjendur hans sem hafa sofnað dauðasvefni, svo að þeir geti verið með honum.+ 15  Það segjum við ykkur og byggjum á orði Jehóva* að þau okkar sem verða á lífi við nærveru Drottins verða alls ekki á undan þeim sem hafa sofnað dauðasvefni, 16  því að Drottinn sjálfur mun stíga niður af himni og gefa skipun með rödd erkiengils+ og með lúður Guðs í hendi, og lærisveinar Krists sem eru dánir rísa fyrstir upp.+ 17  Síðan verða þau okkar sem eftir lifa hrifin burt ásamt þeim í skýjum+ til fundar við Drottin+ í loftinu, og eftir það verðum við alltaf með Drottni.+ 18  Hughreystið hvert annað með þessum orðum.

Neðanmáls

Eða „fyrirmæli“.
Á grísku pornei′a. Sjá orðaskýringar.
Orðrétt „keri sínu“.