Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 47

Ert þú tilbúinn til að láta skírast?

Ert þú tilbúinn til að láta skírast?

Þú hefur lært margt um Jehóva af námi þínu í Biblíunni. Og sennilega hefurðu gert ýmislegt til að heimfæra upp á líf þitt það sem þú hefur lært. En kannski er eitthvað sem heldur aftur af þér að vígja líf þitt Jehóva og láta skírast. Í þessum kafla skoðum við nokkrar algengar hindranir og hvernig þú getur yfirstigið þær.

1. Hvað þarftu að vita mikið áður en þú lætur skírast?

Til að láta skírast þarftu að hafa „nákvæma þekkingu á sannleikanum“. (1. Tímóteusarbréf 2:4) Það þýðir ekki að þú þurfir að geta svarað öllum hugsanlegum biblíuspurningum. Meira að segja þeir sem hafa verið skírðir í mörg ár halda áfram að læra eitthvað nýtt. (Kólossubréfið 1:9, 10) En þú þarft að hafa grunnþekkingu á kenningum Biblíunnar. Öldungar safnaðarins hjálpa þér að komast að því hvort þú hafir næga þekkingu.

2. Hvað þarftu að gera áður en þú lætur skírast?

Þú þarft að ‚iðrast og snúa við‘ áður en þú lætur skírast. (Lestu Postulasöguna 3:19.) Það felur í sér að þú sérð virkilega eftir þeim syndum sem þú hefur drýgt og biður Jehóva að fyrirgefa þér. Þú ert líka ákveðinn í að hafna slæmri hegðun og lifa á þann hátt sem gleður Jehóva. Auk þess byrjarðu að taka þátt í starfsemi safnaðarins með því að sækja samkomur og boða trúna sem óskírður boðberi.

3. Hvers vegna ættirðu ekki að láta ótta halda aftur af þér?

Sumir óttast að þeir geti ekki staðið við það sem þeir lofuðu Jehóva. Þú átt vissulega eftir að gera mistök. Trúfastir karlar og konur á biblíutímanum gerðu það líka. En Jehóva ætlast ekki til fullkomleika af þjónum sínum. (Lestu Sálm 103:13, 14.) Hann er ánægður þegar þú gerir þitt besta. Hann hjálpar þér. Jehóva fullvissar okkur um að ekkert „geti gert okkur viðskila við kærleika“ hans. – Lestu Rómverjabréfið 8:38, 39.

KAFAÐU DÝPRA

Skoðaðu hvernig þú getur yfirstigið hvað sem kann að hindra þig í að láta skírast með því að kynnast Jehóva betur og þiggja hjálp hans.

4. Kynnstu Jehóva betur

Hversu vel þarftu að þekkja Jehóva áður en þú lætur skírast? Þú þarft að þekkja hann nógu vel til að elska hann og vilja þóknast honum. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá hvernig biblíunemendur um allan heim hafa gert það. Ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað hjálpaði fólkinu í myndbandinu að búa sig undir skírn?

Lesið Rómverjabréfið 12:2 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Ertu með einhverjar efasemdir um hvað Biblían kennir eða hvort Vottar Jehóva kenna sannleikann?

  • Hvað geturðu gert ef svo er?

5. Yfirstígðu það sem gæti hindrað þig í að láta skírast

Við stöndum öll frammi fyrir einhverjum hindrunum þegar við ákveðum að vígja okkur Jehóva og láta skírast. Spilið MYNDBANDIÐ til að sjá dæmi um það og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða hindranir þurfti Narangerel að yfirstíga til að þjóna Jehóva?

  • Hvernig hjálpaði kærleikur til Jehóva henni að yfirstíga þessar hindranir?

Lesið Orðskviðina 29:25 og 2. Tímóteusarbréf 1:7 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað gefur okkur kjark til að yfirstíga hindranir?

6. Treystu á hjálp Jehóva

Jehóva hjálpar þér að þóknast sér. Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvers vegna hikaði biblíunemandinn í myndbandinu við að láta skírast?

  • Hvað hjálpaði honum að styrkja traust sitt á Jehóva?

Lesið Jesaja 41:10, 13 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvers vegna geturðu treyst því að þú getir staðið við vígsluheit þitt?

7. Hugsaðu um hve heitt Jehóva elskar þig

Hugsaðu oft um hve heitt Jehóva elskar þig. Þá verðurðu þakklátari og færð meiri löngun til að þjóna honum að eilífu. Lesið Sálm 40:5 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvaða gjafir frá Jehóva kanntu sérstaklega að meta?

Jeremía spámaður elskaði Jehóva og orð hans og hann var mjög þakklátur fyrir þann heiður að fá að bera nafn Jehóva. Hann sagði: „Orð þitt varð gleði og fögnuður hjarta míns því að ég ber nafn þitt, Jehóva, Guð.“ (Jeremía 15:16) Svaraðu eftirfarandi spurningum:

  • Hvers vegna er mikill heiður að fá að vera vottur Jehóva?

  • Langar þig til að láta skírast sem vottur Jehóva?

  • Er eitthvað sem kemur í veg fyrir að þú gerir það?

  • Hvað heldurðu að þú þurfir að gera til að ná því markmiði að láta skírast?

SUMIR SEGJA: „Ég held að ég gæti ekki staðið undir þeirri ábyrgð sem fylgir skírninni.“

  • Hugsar þú þannig?

SAMANTEKT

Með hjálp Jehóva geturðu sigrast á hverju sem kemur í veg fyrir að þú látir skírast.

Upprifjun

  • Hversu vel þarftu að þekkja Biblíuna áður en þú lætur skírast?

  • Hvaða breytingar gætirðu þurft að gera áður en þú lætur skírast?

  • Hvers vegna ættirðu ekki að láta ótta halda aftur af þér?

Markmið

KANNAÐU

Hugleiddu á hverju ákvörðun þín um að láta skírast eigi að byggjast.

„Ert þú tilbúinn að láta skírast?“ (Varðturninn mars 2020)

Kynntu þér hvernig þú getur yfirstigið hindranir sem gætu haldið aftur af þér?

„Hvað hamlar mér að skírast?“ (Varðturninn mars 2019)

Sjáðu hvernig manni nokkrum tókst að gera stórar breytingar til að geta látið skírast.

Hvers vegna að fresta því að láta skírast? (1:10)

Maður að nafni Ataa hikaði við að láta skírast. Sjáðu hvað fékk hann til að stíga þetta mikilvæga skref.

Á ég skilið að fá allt þetta? (7:22)