Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

KAFLI 14

Hvernig getur tilbeiðsla okkar verið Guði þóknanleg?

Hvernig getur tilbeiðsla okkar verið Guði þóknanleg?

Eins og rætt var í síðasta kafla eru ekki öll trúarbrögð Guði þóknanleg. En við getum tilbeðið skapara okkar á þann hátt sem gleður hann. Hvernig „tilbeiðsla [eða trú]“ er honum þóknanleg? (Jakobsbréfið 1:27, neðanmáls) Skoðaðu hvað Biblían kennir.

1. Á hverju ættum við að byggja trú okkar?

Tilbeiðsla okkar ætti að byggjast á Biblíunni. Jesús sagði við Guð: „Orð þitt er sannleikur.“ (Jóhannes 17:17) Sum trúarbrögð hunsa sannleikann í orði Guðs, Biblíunni. Þau skipta honum út fyrir kenningar manna og siðvenjur. En Jehóva er ekki ánægður með þá sem ‚sniðganga boðorð Guðs‘. (Lestu Markús 7:9.) Við gleðjum hann hins vegar þegar við höldum okkur við Biblíuna og fylgjum ráðum hennar.

2. Hvernig eigum við að tilbiðja Jehóva?

Jehóva er skapari okkar og verðskuldar því óskipta hollustu. (Opinberunarbókin 4:11) Það þýðir að við verðum að elska hann og tilbiðja hann einan án þess að nota skurðgoð, líkneski eða helgimyndir. – Lestu Jesaja 42:8.

Tilbeiðsla okkar verður að vera ‚heilög og velþóknanleg‘ Jehóva. (Rómverjabréfið 12:1) Það þýðir að við verðum að lifa eftir siðferðismælikvarða hans. Þeir sem elska Jehóva eru til dæmis þakklátir fyrir þær meginreglur sem hann hefur sett fyrir hjónabandið og hlýða þeim. Og þeir forðast skaðlega ávana eins og tóbaks- og eiturlyfjanotkun eða að misnota áfengi og lyf. a

3. Hvers vegna ættum við að tilbiðja Jehóva með trúsystkinum?

Samkomur okkar í hverri viku gefa okkur tækifæri til að ‚lofa Drottin í söfnuðinum‘. (Sálmur 111:1, 2) Ein leið til þess er að syngja Guði lofsöngva. (Lestu Sálm 104:33.) Jehóva biður okkur að sækja samkomur vegna þess að hann elskar okkur og hann veit að þær hjálpa okkur að halda í vonina um bjarta framtíð. Á samkomunum hvetjum við aðra og fáum hvatningu sjálf.

KAFAÐU DÝPRA

Kynntu þér hvers vegna Jehóva vill ekki að við notum líkneski við tilbeiðslu. Lærðu á hvaða mikilvæga vegu við getum lofað Guð.

4. Við ættum ekki að nota líkneski við tilbeiðslu okkar

Hvernig vitum við að Guð hefði ekki velþóknun á því? Spilið MYNDBANDIÐ og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað gerðist þegar sumir af þjónum Guðs á biblíutímanum reyndu að nota skurðgoð við tilbeiðsluna á honum?

Sumir reyna að vera nánari Guði með því að nota líkneski í tilbeiðslu sinni. En nálgast þeir Guð í raun með því? Lesið 2. Mósebók 20:4–6 og Sálm 106:35, 36 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hvaða hluti eða líkneski hefur þú séð fólk nota í tilbeiðslu sinni?

  • Hvað finnst Jehóva um notkun líkneskja?

  • Hvað finnst þér um að nota líkneski?

5. Að tilbiðja aðeins Jehóva frelsar okkur undan röngum hugmyndum

Sjáðu hvernig það getur frelsað okkur undan röngum hugmyndum að tilbiðja Jehóva á réttan hátt. Spilið MYNDBANDIÐ.

Lesið Sálm 91:14 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hvað lofar Jehóva að gera fyrir okkur ef við sýnum að við elskum hann með því að tilbiðja aðeins hann?

6. Við tilbiðjum Guð á samkomunum

Við lofum Jehóva og hvetjum hvert annað með því að syngja og svara á samkomunum. Lesið Sálm 22:22 og ræðið síðan eftirfarandi spurningar:

  • Hefur þú haft ánægju af svörum annarra á samkomum?

  • Langar þig að undirbúa þig til að geta svarað?

7. Það gleður Jehóva þegar við segjum öðrum frá því sem við lærum

Við höfum ýmsar leiðir til að segja öðrum frá sannleika Biblíunnar. Lesið Sálm 9:1 og 34:1 og ræðið síðan eftirfarandi spurningu:

  • Hverju langar þig að segja öðrum frá af því sem þú hefur lært af Biblíunni?

SUMIR SEGJA: „Það skiptir Guð ekki máli hvernig við tilbiðjum hann.“

  • Hver er þín skoðun?

SAMANTEKT

Við gleðjum skapara okkar með því að tilbiðja aðeins hann, lofa hann á samkomunum og segja öðrum frá því sem við höfum lært.

Upprifjun

  • Hvar lærum við hvernig við getum tilbeðið Guðs eins og hann vill?

  • Hvers vegna eigum við að tilbiðja Jehóva einan?

  • Hvers vegna ættum við að tilbiðja Guð með öðrum sem vilja þóknast honum?

Markmið

KANNAÐU

Lestu um hvernig kona nokkur sleit sig lausa frá skurðgoðadýrkun í sögunni „Ég er ekki lengur þræll skurðgoða“.

„Biblían breytir lífi fólks“ (Grein úr Varðturninum)

Kynntu þér hvað getur auðveldað þér að svara á samkomum.

„Lofum Jehóva í söfnuðinum“ (Varðturninn janúar 2019)

Sjáðu hvernig ungur maður hafði gagn af samkomunum þótt honum fyndist erfitt að mæta.

Jehóva annaðist mig (3:07)

Margir tengja krossinn við kristna trú. En ættum við að nota hann við tilbeiðslu okkar?

„Hvers vegna nota Vottar Jehóva ekki krossinn í tilbeiðslu sinni?“ (Vefgrein)

a Rætt er um þessi mál síðar í bókinni.