Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

ÞJÁLFUNARLIÐUR 7

Nákvæmt og sannfærandi

Nákvæmt og sannfærandi

Lúkas 1:3

YFIRLIT: Notaðu gild rök til að hjálpa áheyrendum þínum að komast að réttri niðurstöðu.

HVERNIG FER MAÐUR AÐ?

  • Notaðu traustar heimildir. Byggðu skýringar þínar á orði Guðs, lestu beint upp úr Biblíunni þegar mögulegt er. Ef þú vitnar í vísindalegar staðreyndir, fréttir, frásögur eða aðrar heimildir skaltu kynna þér fyrir fram hvort heimildin sé traust og í samræmi við nýjustu upplýsingar.

  • Farðu rétt með heimildir. Útskýrðu biblíuvers í samræmi við samhengið, heildarboðskap Biblíunnar og rit ,hins trúa og hyggna þjóns‘. (Matteus 24:45) Notaðu veraldlegar heimildir í samræmi við upphaflegt samhengi og markmið höfundar.

  • Rökræddu við áheyrendur. Þegar þú hefur lesið biblíuvers eða vitnað í heimild, skaltu varpa fram spurningum af háttvísi eða nota dæmi til að hjálpa áheyrendum eða viðmælanda að draga sínar eigin ályktanir.