14. KAFLI
Ríki sem fer með stjórn yfir allri jörðinni
Veistu hvaða ríki við ætlum að tala um? – Það er ríki Guðs. Þegar þetta ríki tekur við stjórn yfir jörðinni verður henni breytt í paradís. Langar þig til að vita meira um þetta ríki? –
Í hverju landi er stjórnandi eða konungur. Og konungurinn ríkir yfir öllu fólkinu í landinu. Veistu hver er konungur í ríki Guðs? – Það er Jesús Kristur. Hann er á himnum. Bráðum verður hann konungur yfir öllum sem búa á jörðinni. Heldurðu að lífið verði ánægjulegt þegar Jesús er konungur yfir allri jörðinni? –
Hvað hlakkar þú mest til að gera í paradís?
Já, lífið verður yndislegt! Í paradís verður ekkert ofbeldi og enginn fer lengur í stríð. Allir munu elska hver annan. Enginn verður veikur og enginn deyr. Blindir fá sjón, heyrnarlausir fá heyrn og þeir sem geta ekki gengið munu geta hlaupið og hoppað. Allir fá nóg að borða. Öll dýrin verða líka vinir og við getum leikið við þau. Fólk sem er dáið fær lífið aftur. Margir þeirra sem þú hefur kynnst í þessum bæklingi, eins og Rebekka, Rahab, Davíð og Elía, fá líka að lifa aftur. Myndir þú vilja hitta þau þegar það gerist? –
Jehóva elskar þig og vill að þú sért glaður. Ef þú heldur áfram að læra um Jehóva og hlýða honum færðu að lifa að eilífu í paradís. Langar þig til þess? –