7. HLUTI
Hvað er ríki Guðs?
1. Hvað er ríki Guðs?
Þegar talað er um ríki Guðs er átt við himneska stjórn. Hún kemur í stað allra annarra stjórnvalda og sér til þess að vilji Guðs nái fram að ganga bæði á himni og jörð. Þetta eru miklar gleðifréttir. Mennina bráðvantar betri stjórn. Ríki Guðs fullnægir þeirri þörf innan skamms og sameinar alla jarðarbúa. – Lestu Daníel 2:44; Matteus 6:9, 10; 24:14.
Jehóva hefur skipað son sinn, Jesú Krist, konung þessa ríkis. – Lestu Opinberunarbókina 11:15.
Horfðu á myndskeiðið Hvað er ríki Guðs?
2. Hvers vegna er Jesús tilvalinn konungur?
Sonur Guðs er tilvalinn konungur vegna þess að hann er kærleiksríkur og fullkomlega réttlátur. (Matteus 11:28-30) Hann er nógu máttugur til að hjálpa þegnum sínum vegna þess að hann mun stjórna jörðinni af himnum ofan. Hann steig upp til himna eftir að hann var reistur upp frá dauðum og settist þar við hægri hönd Jehóva. (Hebreabréfið 10:12, 13) Þar beið hann uns Jehóva fékk honum stjórnvaldið í hendur. – Lestu Daníel 7:13, 14.
3. Hverjir ríkja með Jesú?
Hópur, sem er kallaður ,hinir heilögu‘, mun ríkja með Jesú á himnum. (Daníel 7:27) Trúir postular Jesú voru þeir fyrstu sem valdir voru í þennan hóp. Jehóva hefur haldið áfram að velja trúa karla og konur í hóp hinna heilögu allt fram á þennan dag. Þau eru reist upp í andalíkama eins og Jesús. – Lestu Jóhannes 14:1-3; 1. Korintubréf 15:42-44.
Lúkas 12:32) Alls verða þeir 144.000. – Lestu Opinberunarbókina 14:1.
Hve margir fara til himna? Jesús sagði að ,lítil hjörð‘ myndi ríkja með honum yfir jörðinni. (4. Hvað gerðist þegar Jesús tók við völdum?
Ríki Guðs tók til starfa árið 1914. * Fyrsta verk Jesú sem konungur var að varpa Satan og illu öndunum niður til jarðar. Satan reiddist heiftarlega og olli miklum usla á jörðinni. (Opinberunarbókin 12:7-10, 12) Síðan þá hafa hörmungar mannkyns færst í aukana. Stríð, hungursneyðir, farsóttir og jarðskjálftar eru áberandi tákn þess að ríki Guðs taki málefni jarðar bráðlega í sínar hendur. – Lestu Lúkas 21:7, 10, 11, 31.
5. Hverju kemur ríki Guðs til leiðar?
Ríki Guðs stendur fyrir mikilli boðun um allan heim og hún sameinar fjölda fólks af öllum þjóðum. Hógværir menn í milljónatali gerast nú þegnar Jesú. Ríki Guðs verndar þá þegar það eyðir hinu illa heimskerfi sem nú er á jörð. Allir sem vilja njóta verndar Guðsríkis þurfa að vera hlýðnir þegnar Jesú og læra til hvers hann ætlast af þeim. – Lestu Opinberunarbókina 7:9, 14, 16, 17.
Á þúsund ára tímabili hrindir ríki Guðs í framkvæmd því sem Guð ætlaði sér upphaflega með mannkynið. Jörðin verður þá ein samfelld paradís. Að því loknu skilar Jesús ríkinu í hendur föður síns. (1. Korintubréf 15:24-26) Langar þig til að segja einhverjum sem þú þekkir frá ríki Guðs? – Lestu Sálm 37:10, 11, 29.
^ gr. 6 Á bls. 215-218 í bókinni Hvað kennir Biblían? er að finna nánari upplýsingar um spádóma Biblíunnar varðandi árið 1914.