Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Réttlæti

Réttlæti

Hver er sá eini sem hefur heimild til að ákveða hvað er rétt og réttlátt?

5Mó 32:4; Esk 33:17–20

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 18:23–33 – Jehóva sýnir Abraham að hann sé réttlátur dómari.

    • Sl 72:1–4, 12–14 – Þessi innblásni sálmur lofar Messíasarkonunginn sem endurspeglar fullkomlega réttlæti Jehóva.

Hvernig er það okkur til góðs að fylgja réttlátum mælikvarða Jehóva?

Sl 37:25, 29; Jak 5:16; 1Pé 3:12

Sjá einnig Sl 35:24; Jes 26:9; Róm 1:17.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Job 37:22–24 – Elíhú lofar Jehóva fyrir réttlæti hans og það vekur lotningu meðal þjóna hans.

    • Sl 89:13–17 – Sálmaritarinn lofar Jehóva fyrir að stjórna ávallt með réttlæti.

Hvað merkir það að setja réttlæti Guðs í fyrsta sæti í lífinu?

Esk 18:25–31; Mt 6:33; Róm 12:1, 2; Ef 4:23, 24

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Mó 6:9, 22; 7:1 – Nói sannar að hann sé réttlátur með því að gera allt sem Jehóva biður hann um.

    • Róm 4:1–3, 9 – Jehóva álítur Abraham réttlátan því að hann sýnir einstaka trú á hann.

Af hverju ætti réttlæti okkar að byggjast á kærleika til Jehóva en ekki á löngun til að sýnast fyrir mönnum?

Mt 6:1; 23:27, 28; Lúk 16:14, 15; Róm 10:10

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Mt 5:20; 15:7–9 – Jesús segir fólki að vera réttlátt en ekki samkvæmt mælikvarða fræðimannanna og faríseanna því að þeir eru hræsnisfullir.

    • Lúk 18:9–14 – Jesús segir dæmisögu til að leiðrétta þá sem þykjast réttlátir en líta niður á aðra.

Af hverju er góðvild betri en réttlæti?

Hvers vegna ættum við ekki að vera sjálfumglöð og þykjast vera réttlátari en aðrir?