Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ráð

Ráð

Að fá ráð

Hvers vegna ættum við að leita ráða sem eru byggð á Biblíunni?

Hvers vegna er betra að taka við ráðum en að réttlæta sjálfan sig?

Okv 12:15; 29:1

Sjá einnig Okv 1:23–31; 15:31.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 15:3, 9–23 – Þegar Samúel spámaður leiðréttir Sál konung réttlætir hann sig og hunsar ráðin. Þess vegna hafnar Jehóva honum.

    • 2Kr 25:14–16, 27 – Amasía konungur syndgar og hunsar spámann Jehóva þegar hann leiðréttir hann. Þannig missir hann velþóknun Jehóva og vernd hans.

Hvers vegna ættum við að virða umsjónarmenn sem gefa okkur ráð?

1Þe 5:12; 1Tí 5:17; Heb 13:7, 17

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 3Jó 9, 10 – Hinn aldraði Jóhannes postuli fordæmir Díótrefes fyrir að lítilsvirða þá sem fara með forystuna í kristna söfnuðinum.

Hvers vegna ættum við að hlusta á þá sem eru eldri?

3Mó 19:32; Okv 16:31

Sjá einnig Job 12:12; 32:7; Tít 2:3–5.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 23:16–18 – Davíð konungur hlustar á ráð Jónatans, sem er um 30 árum eldri en hann, og ráð hans styrkja hann.

    • 1Kon 12:1–17 – Rehabeam konungur hunsar skynsamleg ráð eldri manna og hlustar í staðinn á slæm ráð yngri manna, en það hefur skelfilegar afleiðingar.

Hvernig vitum við að trúfastar konur og yngri þjónar Jehóva geta gefið verðmæt ráð?

Job 32:6, 9, 10; Okv 31:1, 10, 26; Pré 4:13

Sjá einnig Sl 119:100.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 25:14–35 – Abígail gefur Davíð konungi ráð sem bjargar mörgum mannslífum og forðar honum frá blóðskuld.

    • 2Sa 20:15–22 – Vitur kona í borginni Abel bjargar allri borginni með ráði sínu.

    • 2Kon 5:1–14 – Lítil ísraelsk stúlka segir manni sem er mikil stríðshetja hvernig hann geti læknast af holdsveiki.

Hvers vegna ættum við að vera á varðbergi gagnvart ráðum þeirra sem virða ekki Jehóva og orð hans?

Sl 1:1; Okv 4:14

Sjá einnig Lúk 6:39.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Kr 10:13, 14 – Sál konungur leitar svara hjá andamiðli í stað þess að ráðfæra sig við Jehóva og deyr því að hann sveik Jehóva.

    • 2Kr 22:2–5, 9 – Ahasía konungur velur sér slæma ráðgjafa og það kostar hann lífið.

    • Job 21:7, 14–16 – Job hafnar hugarfari þeirra sem bera ekki virðingu fyrir Jehóva.

Að gefa ráð

Hvers vegna er best að hlusta, kynna sér allar staðreyndir málsins og heyra báðar hliðar þess áður en maður gefur ráð?

Okv 18:13, 17

Sjá einnig Okv 25:8.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 1:9–16 – Elí æðstiprestur heldur að Hanna sé drukkin og ávítar hana áður en hann kynnir sér málið betur.

    • Mt 16:21–23 – Pétur postuli ávítar Jesú og gefur honum óvart ráð sem þjóna hagsmunum Satans en ekki Jehóva.

Hvers vegna ættum við að biðja Jehóva að leiðbeina okkur áður en við gefum ráð?

Sl 32:8; 73:23, 24; Okv 3:5, 6

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 2Mó 3:13–18 – Móse spámaður spyr Jehóva hvernig sé best að svara spurningum sem samlandar hans gætu spurt hann.

    • 1Kon 3:5–12 – Ungi konungurinn Salómon biður Jehóva um visku í stað þess að treysta á sjálfan sig. Jehóva blessar hann fyrir það.

Hvers vegna ættum við alltaf að byggja ráð okkar og svör á orði Guðs?

Sl 119:24, 105; Okv 19:21; 2Tí 3:16, 17

Sjá einnig 5Mó 17:18–20.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Mt 4:1–11 – Jesús byggir svör sín við freistingum Satans á orði Guðs en ekki eigin visku.

    • Jóh 12:49, 50 – Jesús setur okkur gott fordæmi með því að byggja kennslu sína alltaf á því sem faðir hans kenndi honum.

Hvers vegna ættum við að leitast við að vera mild þegar við gefum ráð og reyna auk þess að finna eitthvað sem við getum hrósað fyrir?

Ga 6:1; Kól 3:12

Sjá einnig Jes 9:6; 42:1–3; Mt 11:28, 29.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 2Kr 19:2, 3 – Jehóva leiðréttir Jósafat konung fyrir milligöngu spámanns en hrósar honum líka fyrir það góða sem hann hefur gert.

    • Op 2:1–4, 8, 9, 12–14, 18–20 – Jesús hrósar nokkrum söfnuðum áður en hann gefur þeim ráð.

Hvers vegna er best að hvetja trúsystkini til að ræða einslega við bróður eða systur sem því finnst hafa gert eitthvað á hlut sinn, svo sem að svíkja sig eða ljúga upp á sig?

Hvernig getum við hvatt trúsystkini sem finnst hafa verið komið illa fram við sig til að sýna miskunn, þolinmæði og vera fúst til að fyrirgefa?

Mt 18:21, 22; Mr 11:25; Lúk 6:36; Ef 4:32; Kól 3:13

Sjá einnig Mt 6:14; 1Kor 6:1–8; 1Pé 3:8, 9.

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Mt 18:23–35 – Jesú segir áhrifaríka dæmisögu til að útskýra hvers vegna sé svo mikilvægt að vera fús til að fyrirgefa.

Hvers vegna verðum við að standa föst á því sem er rétt í augum Jehóva þegar við gefum ráð?

Sl 141:5; Okv 17:10; 2Kor 7:8–11

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • 1Sa 15:23–29 – Samúel spámaður lætur Sál konung ekki hræða sig.

    • 1Kon 22:19–28 – Míkaja spámaður breytir ekki viðvörunarboðskap sínum til Akabs konungs þrátt fyrir hótanir og illa meðferð.

Hvernig getum við gefið öðrum ráð án þess að brjóta þá niður?

Heb 12:11–13

  • Dæmi úr Biblíunni:

    • Lúk 22:31–34 – Jesús er sannfærður um að þó að Pétur postuli hafi gert alvarleg mistök geti hann samt styrkt aðra.

    • Flm 21 – Páll postuli er sannfærður um að Fílemon muni fylgja ráðum sem eru í samræmi við vilja Guðs.

Hvernig getum við verið vingjarnleg þegar við gefum þeim ráð sem glíma við erfiðleika eða líður illa?

Hvernig getum við sýnt að við viljum hjálpa þeim sem verður á mistök að eignast aftur gott samband við Jehóva?

Hvernig getum við sýnt þeim sem við gefum ráð virðingu, óháð aldri og kyni?

Hvers vegna eru öldungar ákveðnari við þá sem neita hvað eftir annað að taka við ráðum byggðum á Biblíunni?