7. Dánir verða reistir upp
1 JEHÓVA ÆTLAR AÐ AFMÁ DAUÐANN
„Dauðinn er síðasti óvinurinn sem verður að engu gerður.“ – 1. Korintubréf 15:26.
Hvaða huggun veitir Biblían okkur þegar einhver deyr?
-
Þegar ættingi eða náinn vinur deyr, finnst okkur við oft lítils megnug. En Biblían veitir okkur huggun.
-
Jehóva hefur vald til að afmá dauðann að eilífu. Hann ætlar meira að segja að reisa látna upp til lífs á ný.
2 VIÐ GETUM TREYST ÞVÍ AÐ DÁNIR VERÐI REISTIR UPP
„Stúlka litla, ég segi þér, rís upp!“ – Markús 5:41.
Af hverju getum við treyst því að dánir verði reistir upp?
-
Jesús reisti Lasarus upp frá dauðum.
-
Jesús reisti litla stúlku upp frá dauðum.
-
Jesús reisti fólk upp frá dauðum með krafti frá Jehóva.
-
Margir voru vitni að því að Jesús reisti fólk upp frá dauðum. Óvinir hans vissu meira að segja að hann gat það.
3 JEHÓVA MUN REISA MILJARÐA MANNA TIL LÍFS Á NÝ
„Þá hrópaðir þú og ég svaraði þér, þú mundir þrá verk handa þinna.“ – Jobsbók 14:13-15.
Hverjir verða reistir upp?
-
Allir sem eru geymdir í minni Jehóva vakna til lífs á ný.
-
Bæði réttlátir og ranglátir verða reistir upp.
-
Jehóva man hvað hver einasta stjarna heitir, þess vegna fer hann létt með að muna nákvæmlega eftir þeim sem hann reisir upp til lífs á ný.
4 SUMIR ERU REISTIR UPP TIL LÍFS Á HIMNUM
,Ég fer burt að búa yður stað?‘ – Jóhannes 14:2.
Hverjir verða reistir upp til lífs á himnum?
-
Jesús var fyrstur til að vera reistur upp til lífs á himnum.
-
Jesús sagði að aðeins lítill hópur lærisveina hans myndi verða reistur upp til lífs á himnum.
-
Jehóva hefur valið alls 144.000 til að lifa á himnum.