Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrirmynd — Súlammít

Fyrirmynd — Súlammít

Fyrirmynd — Súlammít

Unga konan Súlammít veit að hún má ekki láta stjórnast af tilfinningum þegar ástin er annars vegar. „Ég særi yður“, segir hún við vinkonur sínar, „truflið ekki, vekið ekki ástina, fyrr en hún sjálf vill.“ Súlammít veit að tilfinningar geta auðveldlega orðið skynseminni yfirsterkari. Hún gerir sér til dæmis grein fyrir að aðrir geti reynt að fá hana til að þiggja bónorð einhvers sem er ekki sá rétti fyrir hana. Hennar eigin tilfinningar geta jafnvel blindað góða dómgreind hennar. Súlammít er því eins og „múrveggur“. — Ljóðaljóðin 8:4, 10.

Hefur þú sama þroskaða viðhorf til ástarinnar og Súlammít hafði? Geturðu hlustað á höfuðið en ekki bara hjartað? (Orðskviðirnir 2:10, 11) Stundum reyna aðrir kannski að þrýsta á þig til að byrja með einhverjum áður en þú ert tilbúin(n) til þess. Þú gætir jafnvel beitt sjálfan þig slíkum þrýstingi. Þráirðu til dæmis að vera í sambandi þegar þú sérð strák og stelpu leiðast? Myndirðu sætta þig við einhvern sem hefur ekki sömu trúarskoðanir og þú? Súlammít hafði þroskað viðhorf til ástarinnar. Og það getur þú líka!